Réttur - 01.01.1955, Side 19
Baddi brúðgumi
(Verkfallssaga í sendibréfsstíl)
eftir HALLDÓR STEFÁNSSON
Reykjavík.......
Ó elskulega vina mín!
Ég má til með að skrifa þér af því ég er svo óendanlega
hamingjusöm. Hugsaðu þér Ann (fyrirgefðu að ég skrifa
ekki Anna, en mér finst það svo sveitó. Við segjum hér öll
Ann nú, það er svo stutt og smart.) Já hugsaðu þér Ann,
ég er trúlofuð — í alvöru, hringtrúlofuð. — Þú mannst
eftir honum Badda sem var bekk á undan okkur í Gaggó
— já það er hann. Og Baddi er reglulega kjút, hann vinnur
á Vellinum og hefur agalega miklar tekjur, svo við getum
bráðum farið að gifta okkur, og þú skalt aldrei hafa séð
smartari brúðguma en hann verður. Og við ætlum að gifta
okkur í kirkju og hafa stóra veizlu og ég er viss um að við
fáum mikið af gjöfum, enda veitir okkur ekki af, því við
erum bæði fátæk og eigum enga ríka að, en það er sama
eins og Baddi segir: Það er mest um vert að hafa sambönd,
og hann hefur strax náð sér í sambönd á Vellinum og hefur
von um að komast hátt, því það er hægt að avanséra hjá
könum, þeir taka tillit til, það er ekki eins púkó og hjá
íslendingum sem aldrei taka tillit til. En ég get ekki sagt
meira um hans sambönd þvi það er „cross my heart“ leynd-
armál, eins og við segjum, en þú skalt sjá að við höfum
okkur áfram og það er allt Badda að þakka, þvi hann
„þekkir tímana og fylgist með“ eins og hann segir. Þú
ættir að heyra hann tala Ann, hvað hann er gáfaður og
hugsar mikið um framtíðina, hann er ekki að slá sér út