Réttur - 01.01.1955, Page 23
Siguriim §em vannst
(Rœða, flutt 1. maí 1955 á útifundi verkaljðsfé-
laganna á Lœkjartorgi).
eftir EÐVAR-Ð SIGURÐSSON
Reykvísk alþýða.
1. maí er alþjóðlegur bar-
áttu- og liðssafnaðardagur
verkalýðsins í öllum löndum.
Þennan dag tengir verkalýð-
urinn í.öllum löndum bræðra-
böndin sín í milli án tillits til
þjóðerna, litarháttar eða ann-
arrar aðgreiningar í fullri vit—
und þess, að það er ekkert,
sem aðskilur verkafólk hinna
ýmsu landa í baráttu þess
fyrir bættum lífskjörum, friði
og öryggi.
Á þennan hátt byrjum við gjarnan ræður okkar 1. maí, og
einmitt núna, þegar verkalýður Reykjavíkur hefur nýlokið hin-
um hörðustu stéttarátökum í baráttunnni fyrir bættum lífskjör-
um og auknu öryggi, þeirri sömu baráttu, sem stéttarbræður
okkar í öðrum löndum verða að heyja fyrir framgangi sömu
mála, höfum við sérstaka ástæðu til að senda stéttarsystkinum
okkar hvar sem er í heiminum heitar baráttukveðjur og árn-
aðaróskir.
Sú mikla verkfallsbarátta, sem háð hefur verið hér á undan-
förnum vikum, setur svipmót sitt á hátíðahöld okkar í dag.
Við skulum í dag, tveim dögum eftir lok hinna miklu verk-