Réttur - 01.01.1955, Side 32
Hugleiðingar iiin
„Forn og ný
vandamál"
eftir ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
Forn og ný vandamál heitir bók eftir Brynjólf Bjarnason, sem
kom út á síðasliðnu hausti. Þetta greinarkorn á ekki að vera
neinn ridómur um bók þessa, heldur fáeinar hugleiðingar í sam-
bandi við einstaka efnisþætti hennar.
Þess er þá fyrst að geta, að bókin fjallar um heimspeki, en það
orð vekur reyndar mörgum hroll og óhugnan. I vitund flestra
táknar það eitthvað fjarrænt og torskilið, eitthvað „langt uppi",
handan við mannlega reynslu og daglegt líf. Margir vilja ekkert
af neinni heimspeki vita, þykjast ekki þurfa á slíkum óþarfa að
halda, en geta gengið beint og forsendulaust að starfi sínu og rann-
sóknum. Enn aðrir hafa gerzt til þess að semja um heimspekina
alþýðleg rit til að flytja djásnið niður úr hæðunum, og er það
að vísu góðra gjalda vert. En sannleikurinn er sá, að heimspekin
hefur reyndar alltaf verið á jörðu niðri, mitt á meðal vor. Hún
bærir á sér í spurn vorri og svörum — og vakir að baki starfi voru
og viðbrögðum. Og þeir, sem ekki mega heyra heimspeki nefnda
og þykjast ganga beint og fordómalaust að viðfangsefnum sín-
um, eru jafnan ánetjaðir einhverri heimspeki, oftast af lakara
taginu. Raunar er þar sjaldnast um heil heimspekikerfi eða heims-
skoðun að ræða, heldur brot eða slitur, sem oftast eru ósamstæð,
en fela þó í sér engu að síður ákveðnar hugmyndir, hugsunar-
aðferð og afstöðu.