Réttur


Réttur - 01.01.1955, Side 53

Réttur - 01.01.1955, Side 53
RÉTTUR 53 afstæðiskenninguna. Menn hafa gert ráð fyrir endanlegum, hnatt- mynduðum alheimi í fjórvíðu eða margvíðu rúmi sem og al- heimi, er væri að stækka og ætti sér ákveðið upphaf. En svo sem höfundur rekur, hafna slíkar kenningar oftast í rökleysu og dulfræði, enda forsendur þær eða staðreyndir, sem þær eru reistar á, sjaldnast nógu traustar. Nefna má sem dæmi kenningu þeirra Lemaitres og Milnes um víkkun alheimsins. Staðreynd sú, sem kenningin er reist á, er að litrófslínur þyrilþokanna færast í átt til rauða hlutans, frá okkur að sjá. Hefur það, með hliðsjón af ýmsum kunnum fyrirbærum, verið skýrt á þann veg, að stjarnþokur þessar væru að fjarlægjast með sívaxandi hraða. Annars er hægt að skýra þessa litrófs- tilfærslu á annan hátt. Forsendan er því mjög ótraust. En ger- um ráð fyrir, að skýringin sé rétt og stjarnþokurnar séu að fjarlægjast. Af þeirri staðreynd verður með réttu ekki dregin önnur ályktun en sú, að stórvetrarbrautin, sem athuganir vor- ar ná til, sé sem stendur að víkka. Hins vegar verður ekkert ályktað af því um alheiminn, sem sjálfsagt telur óteljandi vetr- arbrautir, þar sem þessu kann að vera á ýmsan veg farið. Jafn óleyfilegt er að álykta langt aftur í tímann og gera ráð fyrir, að þessi útþensla hafi átt sér stað frá upphafi og byrjað með því að örlítil frumögn hafi sundrazt fyrir um það bil 2 milljörð- um ára. Kenningu þessari hefur verið sérstaklega fagnað af páfa og talin sönnun þess, að fráscgn biblíunnar um sköpun heimsins hafi við full rök að styðjast. Hins má einnig geta, að uppgötvanir Sovét-stjarnfræðinga um ólíkan aldur hinna ýmsu stjarnþoka og mikinn aldursmun þeirra og stjarnanna koma ákaflega illa heim við þessa kenningu í þeirri mynd, sem hún er að jafnaði sett fram. Hefur það með öðru orðið til þess, að ýmsir fyrrveranii málsvarar hennar, hafa síðar hneigzt að hinni svonefndu „sí- sköpun". Onnur kenning, sem hlotið hefur opinbera velþóknun og bless- un páfa, er ,varmadauða-kenningin" svonefnda. Hún gerir líka ráð fyrir „sköpun" og „dauða" þessa heims, þótt með öðrum hætti sé. Ymsir eðlisfræðingar hafa reynt að tengja með einhverjum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.