Réttur - 01.01.1955, Page 62
62
RÉTTUR
Ég hef nú gerzt all fjölorður um þessa bók og blandað þar
saman eigin hugleiðingum og endursögn efnisins. Bókin er ekki
mikil að vöxtum, en hún er skrifuð af mikilli skerpu og rökvísi.
Höfundur kemst að kjarna þeirra mála, sem um er rætt, og kemur
Jurðulega víða við. Helzt hefði ég þó kosið, að bókin hefði verið
stærri og tekið enn fleiri atriði til athugunar, eins og t. d. vunda-
málið um samband nauðsynjar og tilviljunar, sem er einkar á-
leitið nú, ekki sízt varðandi ýmsar kenningar í eðlis- og lífeðlis-
fræði.
Hitt má öllum vera ljóst við lestur þessa rits, að orð Engels
um heimspekina, þau er hann beindi forðum til náttúruvísinda
síns tíma, eru enn í fullu gildi. Heimspekin er oss nauðsynleg,
bæði sem „forspjallsvísindi", sameiginleg forsenda hinna ýmsu
vísindagreina — og sem fræðin um mannlega hugsun, reglur
hennar og form. A rökhugsun þurfum vér að halda jafnt í dag-
legu lífi sem í fræðistörfum og rannsóknum — og ekki til álykt-
ana eingöngu, heldur og til að læra, hvers vér eigum að spyrja
og hvernig — jafnt í orði sem verki.