Réttur - 01.01.1955, Síða 69
RÉTTUR
69
annara aðila, þótt það komi að vísu ekki fram á sama hátt gagn-
vart báðum. En um það verður rætt síðar.
Þýðing landbúnaðarins í þjúðarbúskapnum
Þegar meta skal þýðingu landbúnaðarins í heiídarbúskap og
framleiðslukerfi þjóðarinnar eru tvö sjónarmið, sem fyrst og
fremst koma til greina. í fyrsta lagi hvort landbúnaðarframleiðsl-
an sé þjóðinni nauðsynleg, og í öðru lagi hve mikill er hlutur
þess fólks, er að landbúnaðarframleiðslunni vinnur, í heildarfram-
leiðslu þjóðarinnar, miðað við fjölda þess. Athuga skal þetta
hvort í sínu lagi.
Fyrra atriðið er í raun og veru fljótafgreitt.
Enginn maður lætur sér til hugar koma, að þjóðin geti lifað
í landinu án landbúnaðarframleiðslunnar. Það má náttúrlega
benda á viss fræðileg rök fyrir því, að hægt sé að flytja erlendis
frá kjöt eða kjötvörur, sem nægi þjóðinni, sömuleiðis garðávexti,
sem að vísu eru flest ár fluttir inn að einhverju leyti.
En það getur enginn bent á minnstu rök fyrir því, að án mjólk-
urframleiðslunnar gæti þjóðin komizt af, eða mögulegt væri að
flytja til landsins mjólkurvörur nægar. Og hvað neyzlumjólk
snertir væri slíkt vitanlega í öllum tilfellum útilokað. Hin hlið
þessa máls er svo auðvitað sú að gjaldeyristekjur þyrftu að vera
geysimiklu meiri ef til þess ætti að koma að inn yrðu fluttar að
verulegu leyti landbúnaðarvörur handa þjóðinni jafnvel þótt
möguleikar væru til að leysa vandamálið að öðru leyti. Um þetta
atriði er því í sjálfu sér þarflítið að ræða.
En í sambandi við þetta væri mikilsvert að gera sér sem ljós-
asta grein fyrir öðru atriði. Það er hlutfall landbúnaðarins í þjóð-
arframleiðslunni. Það er að vísu við það vandamál að glíma, að
hagskýrslugerð okkar öll er mjög í bernsku og því erfitt að komast
að glöggum og óyggjandi niðurstöðum um marga þætti þjóðarbú-
skaparins. Á síðari árum hefur þó verið reynt að gera nokkrar
áætlanir um ýmislegt þessu viðkomandi. Einna nákvæmastar
munu skýrslur um þetta vera frá árinu 1951, og skulu því tölur
um það verða notaðar hér. En það ár hefur verðmæti heildar-
þjóðarframleiðslunnar verið áætlað ca. kr. 2025 millj. á markaðs-
verði. Og sama ár hefur verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar
verið talið nema ca. 354 millj. einnig miðað við markaðsverð.