Réttur - 01.01.1955, Page 73
RÉTTUR
73
enn að því marki að skapa honum þá framleiðsluhætti sem þarf.
En það sýnir enn fremur hve miklir framtíðarmöguleikar eru í
honum fólgnir, til aukningar á framleiðslutekjum þjóðarbúsins,
► aðeins ef honum verður ekki of þröngur stakkur skorinn af völd-
um fjármagnsskorts eða markaðsörðugleika.
Þetta nægir til að sýna, hve fjarstæðukennd sú hugmynd er að
landbúnaðurinn sé eða hafi verið ómagi á öðrum greinum at-
vinnulífsins, og síðar mun sýnt hvaða ástæður til þess liggja að
hann hefir dregizt aftur úr á tæknisviðinu.
Hvernig er búskapur á Islandi í dag
Til þess að hægt sé að gera skynsamlega áætlun um framtíð-
arbreytingar á landbúnaðinum verður að gera sér ljóst hvernig
ástand hans er í dag. En það verður bezt gert með því að virða
fyrir sér ræktunarástand jarðanna, því á ræktun og henni sem
beztri verður framtíðarbúskapur að byggjast.
Til skýringar á því hvernig ástandið er núna um túnastærð á
einstökum jörðum er hér yfirlit yfir það samkvæmt nýjustu
opinberum skýrslum, eða frá árinu 1951.
Túnastærð á jörð Tala jarða Hlutfall
10— 3.5 ha. 670 12.4 %
2.5— 5.0 ha. 1735 32.1 —
5.0— 7.5 ha. 1380 25.6 —
7.5—10.0 ha. 816 15.1 —
10.0—12.5 ha. 402 7.5 —
12.5—15.0 ha. 197 3.7 —
15.0—17.5 ha. 87 1 6 —
17.5—20.0 ha. 39 0.8 —
Yfir 20.0 ha. 76 1.2 —
Á það skal bent að á allmörgum jörðum er tvíbýli, þótt það
komi ekki fram í þessu mati enda munu bændur vera taldir allt
að 6000 á öllu landinu. Sé tekið tillit til þessa minnkar það með-
altúnið frá því sem skýrslan sýnir, þótt ekki muni það mjög miklu.
Þótt þessar tölur séu vitanlega ekki hárnákvæmar, þá má þó
greinilega fá af þeim allgóða heildaryfirsýn um ræktunarástandið
og túnastærðina yfirleitt. Skýrslan sýnir, að af 5400 jörðum eru
670 með minna en 2% ha. af ræktuðu túni. Stærstur er flokkur-