Réttur - 01.01.1955, Síða 98
98
RÉTTUR
En slíkt er hinn mesti misskilningur, sem nú skal verða sýnt
með skýrum dæmum.
Tökum dæmi af ungum bónda sem ætlar sér að byggja og
rækta niðurnídda jörð eða nýbýli, sem kaupir sér óræktað
land til heimilisstofnunar. Miðum aðeins við að hvor um sig fái
60.000,00 kr. Byggingarsjóðslán, eins og nú eru veitt, til íbúðar-
byggingar og 100.000,00 kr. Ræktunarsjóðslán bæði til ræktunar
og annarra bygginga. Er sízt hægt að telja hér um ofrausn að
ræða miðað við framkvæmdakostnað allan. Að vísu mundi ný-
býlingurinn fá nýbýlastyrk til ræktunar sinnar kr. 25.000,00
og hinn bóndinn jarðræktarstyrk nokkurn. Samkvæmt eldri
ákvæðum um vaxtafót mundi árlegt afgjald Byggingarsjóðsláns-
ins nema kr. 2.125,00. En samkvæmt hinum nýju ákvæðum
mun árlegt afgjald nema kr. 2.748,00 eða rækka um kr. 622,00
eða því sem næst 28%. Af 100 þús. kr. Ræktunarsjóðslánum
hefði árlegt afgjald fyrir breytinguna numið kr. 6.415,00 en mun
verða eftir breytinguna kr. 7.358,00. Er hækkunin þar hlutfalls-
lega minni eða ca. 14,7%. Stafar það af því að lánstíminn er styttri,
aðeins 20 ár.
Enn þá skýrara verður þetta þegar athugað er, hve heildar-
greiðslan hækkar, þ. e. hve hin endurgreidda upphæð er orðin
mikil þegar lánið er að fullu greitt. En það dæmi lítur þannig út:
Af Ræktunarsjóðsláninu, mundi sú heildargreiðsla samkvæmt
hinu gamla ákvæði nema kr. 128.300,00. En samkvæmt hinu nýja
ákvæði mun hún nem kr. 147.160,00. Verður hækkunin kr.
18.860,00. Af byggingarsjóðsláninu nam heildar greiðsla kr.
89.258,00. En eftir breytinguna mun þetta nema kr. 115.416,00.
Verður hækkunin þar 26.151,00 kr. Þessi lagabreyting síðasta
Alþingis dæmir því hvern þann bónda er fyrnefndar upphæðir
fær að láni til bygginga og ræktunar á jörð sinni til að leggja
fram í beinum greiðslus 45 þús. kr. hærri upphæð til endur-
greiðslu en verið hefir s 1. 8 ár. Þetta var það ráð sem hið síðasta
Alþingi fann til að jafna nokkurn hluta þess vaxtahalla sem
það sjálft hefir skapað Búnaðarbankanum með því að hækka
sífellt innlánsvexti þess fjár, sem útvegað er og leyfa vexti af
fé mótvirðissjóðs 6%%. Til frekari skýringar skal á það bent
að hér er aðeins um að ræða hinar beinu framlögðu greiðslur
lántakandans, en ekki hve miklu sú upphæð mundi nema með
vöxtum og vaxtavöxtum í lok lánstímans.