Réttur - 01.01.1955, Page 106
106
RÉTTUR
Verðlagsreikningur einnar heimilisdrattarvélar 1948 og 1955.
Sundurliðun Erl. mynt ísl. kr.1948 ísl. kr. 1955 Hækk. kr.
Innkaupsverð
og erl kostnaður .. $ 837.45
Flutningsgjald ....
Vátrygging ........
Uppskipun .........
Vörugjald .........
Akstur ............
Vörutollur ........
Vörutollsviðauki ..
Verðtollur ........
Verðtollsviðauki ..
Leyfisgjald .......
Bankakostnaður ..
Söluskattur .......
Álagning .......... 5%
Samtals ........... I
5.447.61 13.664.18 8.216.37
665.35 1.020.00 354 65
87.45 200.00 112.55
58.50 66 00 7.50
15.00 25.00 10.00
29.25 33.40 4.15
45.00 46.75 1.75
18.70 18.70
859.80 1 190.97 331.17
535.94 535.94
29.96
108.95 273.34 164.39
286.51 1.284 32 997.81
367.44 4.5% 768.51 401.07
1.300.83 19.763.36 11.462.53
Samkvæmt upplýsingum frá sama fyrirtæki, er einnig flytur inn
margskonar fleiri tegundir búvéla er hlutfall milli verðs á flest-
um vinnuvélum fyrir landbúnaðinn mjög líkt og þessir reikning-
ar sýna miðað við þessi tvö ár. Mun því mega telja þetta nokkurn-
veginn hina almennu hækkun, á venjulegum búvélum öðrum en
jeppum. En þá skal athuga lítillega hvernig verðhækkun þessi
skiptist á hina ýmsu aðila. Af þeim 11460 kr. rúmum, sem heild-
arverðhækkunin nemur lenda rúmlega 8200 í hækkun á erlend-
um kostnaði. Þetta er sú fórn, sem íslenzki bóndinn var dæmdur
til að færa á altari gengislækkananna með hverri slíkri dráttar-
vél sem inn er flutt. Þetta þýðir það, að fyrir hverjar 100 vinnu-
stundir sem hann hefði þurft að leysa af hendi 1948 til þess að
eignast þann gjaldeyri, þá þyrfti hann nú í ár að vinna 250 stundir
ef kaup hans hefði ekkert hækkað síðan.
Þetta var sú krafa, sem gerð var af bandaríska auðvaldinu
að launum fyrir Marshallgjafirnar og íslenzk stjórnarvöld sam-
þykktu. Síðan hefir það samþykki bitnað á framleiðslu og fram-
leiðslustéttum vorum í formi óþolandi verðbólgu, sem stjórnar-
völdin hafa gefizt upp við að andæfa.