Réttur - 01.01.1955, Side 108
108
RÉTTUE
selja vörur þessar á hreinu kostnaðarverði til atvinnuveganna.
En því fer víðsfjarri að svo sé gert. Milliliðirnir heimta sínar
fórnir með góðum árangri. Það er einnig kunnugt að hreiðrað hafa
um sig hér þrjú olíufélög, sem hvert um sig eru umboðsfélög
hinna stóru erlendu olíuhringa, sem vitað er að eru með vold-
ugustu fjárplógssamsteypum auðvaldsheimsins En það eru brezku
hringarnir „Britisc Petroieum“ og „Shell“, og bandaríski hringur-
inn „Standard Oil“. Hvert þessara félaga hefur skapað sér sitt
sérstaka drefiingarkerfi kring um allt land, svo að jafnvel í fá-
mennustu sveitum standa því afgreiðslugeymar hlið við hlið á
sama bæ, eða sinn á hverjum bæ með eins til tveggja km. millibili:
í augum almennings er reynt að láta þetta líta svo út sem frjálsa
samkeppni er halda skuli verðinu niðri við lágmark. Hitt er
látið óupplýst hvert geypi fjármagn öll þessi óþarfa fjárfesting
hefur kostað þjóðina í erl. gjaldeyri, og því síður er upplýst, hve
mikill hluti olíu- og bensínverðs þess er bóndinn þarf að kaupa-
á jeppann sinn eða dráttarvélina eða sjómaðurinn á bátinn
sinn, fer til að greiða þessar heimskulegu fjárfestingarfram-
kvæmdir. Og enn síður er upplýst, hve mikinn gróða hvert hinna
þriggja olíuumboðsfélaga, taka af atvinnuvegunum gegnum þessa
þreföldu milliliðastarfsemi.
En reynslan er ólýgnust, og skulu nú nefnd dæmi um hana.
Fyrir nokkrum árum var sett á stofn stofnun, sem nefnd
var innkaupastofnun ríkisins. Átti hlutverk hennar að vera það
að annast innnkaup fyrir ríkisstofnanir. Hún var stofnuð í
trássi við pólitíska leiðtoga einkaframtaksins, og' hefir aldrei
fengið að njóta sín til að sinna sínu hlutverki. Þó tókst fyrsta
forstjóra hennar, er var Finnur heitinn Jónsson alþingismaður,
að ná árangri á einu sviði. í umræðum á Alþingi 1951 gaf hann
þær upplýsingar, að tekist hefði að ná samningum við viðkomandi
olíusala um 20% afslátt til ríkisstofnanna á venjulegu markaðs-
verði. Þetta þóttu sem von var allmikil tíðindi, er þóttu sanna
það sem allir menn vissu, að verðlag þessara vara væri algjörlega
óhóflegt. Jafnvel komst einn íhaldsþingmaður, 'svo að orði,
að enginn þyrfti að láta sér til hugar koma að þessi olía væri
seld ríkisstofnunum með tapi.
En þegar þess er gætt að allur innflutningur okkar af olíum
og bensíni nemur nú ekki minna en ca. 150 millj. kr. á ári, þá
getur hver maður reiknað út gróðann af verzluninni sé aðeins