Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 114
114
RÉTTUR
Hitt er svo annað atriði að þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem á
báðum þessum fyrrnefndu græða, gera allt sem unnt er til þess
að skapa milli þeirra úlfúð. Til þess er miskunnarlaust notuð
sú sérstaða bændanna, sem minnst er á hér að framan, sérstaða,
sem raunverulega er aðeins til á yfirborðinu, en fellur í skugga
strax þegar hin raunnveruleg djúprætta stéttaskipting þjóðfélags-
ins, er skýrt dregin fram í dagsljósið.
Það sem þarf að koma er fullkomið pólitískt samstarf þessara
stétta. Á því einu er hægt að byggja réttláta arðskiptingu á
afrakstri þjóðarbúsins. Og á því þarf ennfremur að byggja þá
menningar- og þjóðernisbaráttu, sem þjóðin verður að heyja
á næstu árum e. t. v. áratugum, ef hún ætlar ekki að gleyma sér
og drukkna í flóði þeirra ómenningaráhrifa, er fylgt hafa í
kjölfar 15 ára hersetu erlendra herja á íslandi. Aðeins sameigin-
leg barátta vinnustéttanna í landinu er þess megnug að losa land
og þjóð við þessi erlendu afskipti.
Starf Sósíalistaf lokksins í þágu landbúnaðarins
Ekki verður við þetta mál skilið án þess að minnst sé á afstöðu
Sósíalistaflokksins til landbúnaðarins. Gerist þess fyrst og fremst
þörf vegna hins óréttláta hatursáróðurs, sem beitt hefir verið
gegn flokknum af öðrum stjórnmálaflokkum, sem þykjast eiga
forgangsrétt að pólitísku fylgi bændastéttarinnar og ekkert tæki-
færi láta ónotað til að rangfæra viðhorf flokksins til landbúnaðar-
ins og þess fólks, sem valið hefir hann að atvinnu. Jafnframt
því hefir hver einasta tillaga, sem flutt hefir verið á Alþingi af
þingmönnum þessara flokka hversu ómerkileg sem hún er, verið
básúnuð út, sem stórmál í þágu hans, og óbrigðult vitni um áhuga
þeirra fyrir gengi hans, eins þótt þær sömu tillögur hafi alls
ekki náð samþykki flokkanna sem heild, eða svikist hafi verið um
alla framkvæmd ,ef samþykki hefir marist í gegn.
Eitt gleggsta dæmið er hin nýja lánadeild, er samþykkt var að
stofna við Búnaðarbankann á þinginu 1953 en ekki hefir verið
framkvæmd enn.
Sósílistaflokkúrinn hefir allt frá því að hann var stofnaður
haft glöggt auga fyrir aðstöðu bændastéttarinnar í þjóðfélaginu
og ekki þreeyzt á að benda á hinar veiku hliðar, sem einmitt
hafa skýrast birzt í þeirri þróun, sem verið hefir að gerast