Réttur


Réttur - 01.01.1955, Side 119

Réttur - 01.01.1955, Side 119
RÉTTUR 119 áróðri, einkum þeirra, er með völdin í landinu fara. Það er „jafn- væg-i í byggS landsins“. Hér hefir verið lýst þeirri breytingu sem orðið hefur gagnvart landbúnaðinum og bent á ýms helztu verk- efni er nauðsynlega þarf að leysa ef koma á í veg fyrir ennþá hraðari þróun til enn meiri jafnvægisskorts á þeim vettvangi. En síðustu fimmtán árin hefir gerzt önnur þróun samhliða hinni fyrrnefndu, þróun sem ekki hefir verið minnzt á í þessum línum. Er þó það mál svo nátengt viðfangsefni þessarar greinar, að vel hæfir að enda hana með því að benda á þau tengsl. Sú þróun hófst á laugardag fyrir hvítasunnu fyrir rúmum fimmtán árum þegar brezkur her tók ísland herskildi og hóf byggingu hernaðar- mannvirkja með aðstoð íslenzks vinnuafls. Þá byrjaði flóttinn frá íslenzku atvinnulífi í erlenda hernaðarvinnu og þar með hófst sú þróun til jafnvægisleysis í byggð landsins, sem hættulegust og örlagaríkust hefir orðið íslenzku þjóðinni og ófyrirséð er um hve afdrifarík verður. Úr þessari þróun dró nokkuð árin eftir styrjöidina en við hið nýja hernám 1951 færðist hún í aukana svo mjög, að flestir heilbrigt hugsandi menn óttast mjög um, ekki aðeins atvinnulega framtíð þjóðarinnar ef áfram heldur, heldur einnig og jafnvel miklu fremur hina menningarlegu. Hver ein- asti maður með óbrjálaða skynsemi sér hve mikil menningarleg hætta er í því fólgin ef stór hluti þjóðarinnar á til langframa að hafa lífsuppeldi sitt og lífsafkomu alla af vinnu í þágu erlendrar hernaðaruppbyggingar á íslandi. Og ekki liggur það síður ljóst fyrir hve sú hætta margfaldast við það að áhrifamiklir íslenzkir aðilar geti notið alveg óvenjuiegrar gróðaaðstöðu í sambandi við framkvæmdir og viðskipti í þágu þess hernaðar. Það sér einnig hver heilskyggn maður, að eðlilegu jafnvægi landsbyggðarinnar stafar meiri hætta af þessu ástandi en af nokkru öðru. Þeir sem hafa samþykkt að kalla yfir okkur þetta ástand, og beita áhrifum sinum til viðhalds því, eru því beint og óbeint að skapa það jafnvægisleysi, ekki aðeins í byggð landsins og atvinnulífi þjóð- arinnar, heldur einnig í öllum hennar lifsviðhorfum, sem leiðir af sér meiri hættu fyrir framtíð hennar en allar hörmungar fyrri ára af völdum ísa, eldgosa, einokunar og annars, sem við teljum mesta böl forfeðra okkar og formæðra. Því nú stefnir hættan að hinum þjóðlega menningargrundvelli, sem einn getur tryggt það að þjóðin haldi vöku sinni, en hann er byggður á því að hver einstaklingur og þjóðin öll finni tengslin við land sitt,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.