Samvinnan - 01.03.1931, Page 28
22
S A M V I N N A N
við dalinn er vík og- þorp við víkina, dreifð smáhús með
sjónum.
Það var gaman að koma úr snjónum og hríðinni í auð-
an daJinn, heyra fyrstu sólskríkjuna, fyrsta lækjamiðinn,
sjá fyrstu kindina, og síðar fjölda fjár á beit, sjá gróður-
inn vaxa og verða samfelldan, finna gróna jörð undir fæti,
sjá bóndabýlin og þorpið, sjá víkina fyrst, en síðan breið-
an sléttan Arnarfjörð.
Ég hefi lýst nokkuð þessum dal að gamni mínu, ekki
vegna þess, að hann sé sérstæður þar vestra, heldur vegna
þess, að hann á sér hundruð jafningja. Um alla Vestfirði
eru margir dalir honum líkir.
VIII.
Þrír hreppar eru við Amarfjörð. Utan við Bíldudal
heita Dalir. Þar eru dalir margir og hamramúlar á milli
fram að sjó. Er einn bær eða fáir bæir í hverjum dal og
illar leiðir á milli. Yzti dalurinn er gamla prestssetrið, Sel-
árdalur, þar sem sr. Páll var, sem verst fékk að kenna
á göldrum Arnfirðinga. Innan við Bíldudal heita Suður-
firðir. Þar eru smáfirðir og byggðin en dreifðari og verra
um samgöngur en í Dölunum. Þriðja sveitin er norðan
fjarðarins, Auðkúluhreppur. Þar eru bæir inn með fjarð-
arbotni, en aðrir í hömruni girtum dölum út við fjarðar-
mynni, þar heitir t. d. bær Lokinhamrar. Mest er byggð-
in hjá Hrafnseyri.
Sést af þessu, að æði er sundurslitin byggðin við
þennan stóra fjörð. Víða hvar er langur vegur um ófærur
bæja milli. Verður æði örðugt um allar samgöngur á landi
og sjórinn þjóðbrautin.
Ég hafði heyrt af því látið, að Amfirðingar vildu ekki
samvinnu þýðast, þar hefðu ekki kaupfélög þrifizt og
mundi mér og erindi mínu illa tekið á Bíldudal. En þar er
af að segja, að ég átti hinm mestu gestrisni að mæta hjá
ókenndum mönnum, og fékk fullt hús af fóiki á fund minn
og áheyrn góða.
Annars kvað á ýmsu ganga með atvinnurekstur