Samvinnan - 01.03.1931, Page 44
38
S A M Y I N N A N
markmið fyrir augum að koma skyrinu á erlenda mark-
aði, hefi ég átt tal við fjölmarga útlendinga, sem allir
hafa sagt, að ef hægt væri að koma skyrinu nýju til út-
landa, myndi það ábyggilega verða eftirsótt vara.
Hinn nafnkunni Svíi, Albert Engström, skrifar í bók
sinni, „Át Hácklefjáll“, að skyrið sé mesta
hnossgæti (delikatess), sem hann hafi
b o r ð a ð, og hafi hann þó bragðað ýmislegt víðsvegar
um veröldina. Að vísu er Engström háðskur mjög, og ef-
ast mætti um að hugur fylgdi hér máli. En ég átti tal um
þetta við hann í Stokkhólmi fyrir einum 5 árum síðan, og
sagði hann þá, að það sem hann hefði skrifað væri hjart-
ans sannfæring sín.
Englendingurinn Cyril Jackson, sem verið hefir kenn-
ari í 2 ár við Menntaskólann á Akureyri, skrifar mér:
„Jeg get sagt yður, að mér finnst skyr mjög gott. — Ég
er viss um, að ef þér getið fengið nægilega auglýsingu
hér í landi getur skyr orðið útgengileg vara. — Ef þér
gerið það, að auglýsa hvað skyr er gott fyrir líkamann
á allan hátt, þá er ég viss um, að það yrði hægt að selja
eins mikið af því og hægt er að búa til á íslandi“.
1 Englandi er matsölustaðafélag, „Lyon’s State
Restaurants“, sem hefir nú víst urn 1000 matsölustaði
víðsvegar um landið. Árið 1924 átti ég tal við einn for-
stjóra þessa félags, og kannaðist hann við skyr af af-
spurn. Skildist mér, þá er ég færði slíkt í tal, að hann
viðurkenndi, að skyr, ef það kæmist á markaðinn ytra,
gæti orðið mjög skæður keppinautur hins svokallaða „ice
cream“, enda mundi kvenfólk heldur kjósa skyrið sem
svalandi fæðu, frekar en hið fitumikla „ice cream“, sem
oft gæti sett í mann hroll og tannakul.
Þessu sama héldu hvor í sínu lagi fram við mig tveim-
ur árum síðar, yfirþjónn á fínasta hóteli Svíþjóðar, og
bryti, sem þá var þar staddur, frá einu af stærri hótel-
unum í Mentone við Miðjarðarhaf. Sagði hann, að „ice
cream“ væri eiginlega fáum gráðurn of kalt fyrir fólk,