Samvinnan - 01.03.1931, Síða 76
70
S A M V I N N A N
að ef banki vill fjölga viðskiptamönnum sínum og leggur
kapp á það, þá getur hann alltaf gripið til þess ráðs, að
lækka forvexti nægilega mikið, svo að hann dragi við-
skiptamenn frá öðrum bönkum, en fjölgi með því við-
skiptamönnum sínum og verði þar með að auka seðla-
útgáfuna.
Það er líka rétt, að seðlar þeir, sem slíkur banki
gæfi út, umfram það, sem þörf krefur, hljóta að koma
aftur til innlausnar jafnskjótt og þeir byrja að falla í
verði. En þess verður að gæta, að slíkt verðfall kemur
ekki í ljós samstundis. Verðfallsins gætir ekki fyrr en
eftir nokkrar vikur, og ef bankinn notar enn þann tíma
til þess að gefa út of mikið af seðlum, þá er það orðið
um seinan að fá seðlana innleysta. Bankinn getur þá ekki
innleyst allt það, sem hann gaf út, hann offyllist af seðl-
um, eins og áður var bent á. Að vísu skellur refsingin
fyrst og fremst á bankanum sjálfum, og hann verður
gjaldþrota. En það kemur ekki þessu máli við. Hér er
um það ræða, að koma í veg fyrir kreppu, en ekki hitt,
að hegna þeim, sem kemur kreppunni af stað.
Annars má benda á það, að takmarkalaust frjálsræði
um seðlaútgáfu er ekki til í neinu landi. Þær aðferðir, sem
reyndar hafa verið í ýmsum löndum, má flokka í fjóra
flokka.
1. Seðlamagn þ a ð, sem út er geíið, má
ekki vera meira en málmforði bankans.
Þar sem svo er ástatt, eru bankaseðlarnir í raun og veru
ekki annað en eins konar ávísanir. Þeir eru fullkomlega
tryggðir. En hins vegar gera þeir lítið gagn annað en það,
að þeir eru þægilegri í meðförum og koma í veg fyrir slit
á málmpeningunum. Bankinn er þá ekki iengur lánsstofn-
un, heldur eins konar peningaskápur. Hann er sjóður, sem
notaður er við greiðslur og til þess að geyma forða, sem
hægt er að grípa til, þegar á liggur.
Þessari reglu fylgir Englandsbanki að mestu leyti,
samkvæmt hinum nafnkunnu Peel’s-lögum frá 1844. Eftir
ákvæðum þeirra laga má bankinn ekki gefa út seðla nema