Samvinnan - 01.03.1931, Qupperneq 106
100
SAMVINNAN
skiptum, því að ef einhverjar vissar framleiðslutegundir
væri keyptar of háu verði, þá hópast keppinautarnir að
samstundis til þess að njóta góðs af. Á skammri stundu
margfalda þeir framboðið á þessum vörutegundum, og þá
falla þær fljótlega niður í sannvirði, þ. e. a. s. það verð,
sem samsvarar tilkostnaði, sem fólginn er í efni og vinnu.
Og hvaða reglu um eignaskiptinguna er unnt að hugsa
sér betri og réttlátari?
Því verður ekki neitað, að skipulag það, sem nú ræð-
ur eignaskiptingu manna í milli, hefir einn höfuðkost, og
hann er sá, að það stjórnar sér sjálft, alveg ósjálfrátt.
Lögmálið um framboð og eftirspurn gerir öll ytri afskipti
óþörf. Löggjafinn þarf ekki að hafa fyrir því, að sjá um,
að hver fái sitt — eins og móðir á barnaheimili, sem skipt-
ir köku á milli barnanna — því að hver einstaklingur fær
sitt alveg sjálfkrafa. Löggjafinn þarf aðeins að gæta þess,
að enginn hrifsi annarra hlut.
Þannig eru röksemdaleiðslur frjálslyndra hagfræð-
inga. En hvernig getur eignaskiptingin orðið réttlát, ef
það er lögmálið um framboð og eftirspurn, sem ræður
mestu um skiptinguna? Vér getum vel fallizt á, að það
lögmál sé náttúrulögmál. En einmitt af því að það er
náttúrulögmál, er það fullkomlega s i ð f e r ð i s 1 a u s t.
Það á jafn-óskylt við siðferði og réttlæti sem öll önnur
náttúrulögmál, t. d. lögmálið um hringrás blóðsins, sem
lætur mannshjartað slá hraðar bæði af illu og góðu, eða
lögmálið um snúning jarðar, sem gerir það að verkum, að
sóiin skín jafnt á góða menn og vonda og rignir jafnt
yfir réttláta og rangláta.
Hugsum oss verkamann, sem vinnur sér inn með
súrum sveita 800 franka á ári með því að baka brauð,
eða þá strætahreinsara, sem fsér tvo franka á dag fyrir
að vernda oss gegn sóttkveikjum með vinnu sinni, og
hugsum oss ennfremur söngvara, sem fær 85000 franka
fyrir að s.vngja eitt einasta kvöld, eða þjón í stórum gilda-
skála í París, sem fær fyrir snúninga sína meiri laun en
prófessor við Sorbonne, eða þá spilavörð í spilahúsi, sem