Samvinnan - 01.03.1931, Síða 113
SAMVINNAN
107
tilkall til hans? Þetta sýnir ekki annað en það, að eignar-
rétturinn er óumflýjanlegt skilyrði fyrir frjálsræði manns-
ins. Sá, sem ekkert á. er nauðbeygður til að ganga í ann-
arra þjónustu til þess að afla sér viðurværis — það er því
sjálfsagður hlutur að leita til þess allra úrræða, að hverj-
um manni verði tryggð einhver lágmarkseign,
2. Getur grundvöllur eignarréttarms falizt í v i n n -
u n n i? Margir hafa reynt að sýna það og sanna. Frjáls-
lyndir hagfræðingar (og meðal annarra Leó páfi XIII. í
riti sínu De conditione opificum) skilgreina
eignarréttinn þannig, að hann sé réttur mannsins til af-
urðanna af eigin vinnu hans. Þá væri fullnægt þeirri reglu,
að hver hlyti ávöxt iðju sinnar, að hver maður eignaðist
þau verðmæti, sem til verða fyrir vinnu hans. Maðurinn
ætti þá það eitt, sem hann hefir skapað með starfi sínu,
eignin væri eins konar persónulegur viðauki við sjálfan
hann. En hvernig færi, ef þetta ætti að komast í fram-
kvæmd? Myndi ekki mörgum þykja það súrt í brotið. Vér
skulum athuga eign yðar. Hafið þér sjálfur reist þetta
hús? — Nei, ég fékk það með konunni. — Þessi skógur,
þetta engi, er það hvort tveggja ávöxtur yðar eigin iðju?
— Nei, það er ekki gert af manna höndum. — En þessar
vörur, sem fylla forðabúr yðar, eða uppskeran í komhlöð-
um yðar, er það ávöxtur af yðar eigin iðju? Nei, það er
afrakstur af iðju verkamanna minna og leiguliða. — En
ef svo er ... ?
Það er staðreynd, sem vert er að minnast, að hvorki
Rómaréttur hinn forni, né heldur frönsku borgaralögin,
sem sprottin eru upp úr stjórnarbyltingunni miklu, láta
vinnunnar getið í skilgreiningu sinni á eignarréttinum.
Það er auðskilið mál, að í fornöld gat vinnan ekki talizt
úrræði til þess að afla sér eigna, á meðan varla þekktist
önnur vinna en þrælavinna, eða með öðrum orðum, á með-
an verkamaðurinn sjálfur var eign húsbóndans. — En nú
á dögum þá? Enn í dag veitir vinnan út af fyrir sig
verkamanninum ekki réttarfarslega kröfu til neinnar eign-
ar. Það sérkennir einmitt vinnusamninga yfirleitt, að dag-