Samvinnan - 01.03.1931, Síða 116
110
S A M V I N N A N
sést bezt á því, að þeir voru látnir fylg’ja eigandanum í
jörðina (svo var oft gert með þrælana og konurnar líka).
Seinna færðist eignarrétturinn vfir húsið og heimilið,
arininn og húsguðina; reyndar var það frekar ættareign
en einkaeign1).
Ennþá síðar færðist eignarréttur einstaklinga yfir
á jarðarblett, að minnsta kosti þann blett, þar sem ættar-
grafreiturinn var, því að forfeðurnir voru líka eign ætt-
arinnar. En þó að þessu fyrsta stigi væri náð, var þess
langt að bíða, að eignarréttur einstaklinga næði vfir eign
eignanna, merkustu nytsemdina, jörðina, sem var næstum
því einustu auðæfi fornmanna-) • Þegar vér förum að ræða
um afrakstur jarðarinnar, munum vér sjá, hvernig menn
tóku jörðina smátt og smátt til eignar, fyrst hernámi og
landnámi, síðar með nýlendunámi og loks með nýrækt, svo
að þess dags er ef til vill ekki langt að bíða, að allt yfir-
borð jarðar og það, sem á því er, verði einkaeign ein-
stakra manna. Nú á tímum er það tæpast annað en hæstu
fjöll og frumskógar, sem menn hafa ekki slegið eign
sinni á3).
Það fer eftir ástæðum á ýmsum tímuni og ólíkum
stöðum, hvaða eignir standa í fremstu röð. Hjá hirðingj-
um er það búféð, á lénstímunum var það jarðeignin, á
x) Sjá hið fræga rit La Cité antique eftir Fustel de
Coulange. Til á sænsku og heitir Staten i fortiden.
-) „Eftir því, sem Meyer segir er ekkert orð til í hebresku,
sem þýði jarðeign eða landareign. Og Mommsen heldur því
fram, að eignarhugtak Rómverja hafi upprunalega ekki náð til
fasteigna, heldur aðeins þræla og fénaðar (familia p e-
cuniaque). Samanher upprunalega merkingu orðsins m a n-
cipatio, sem auðsæilega gerir ráð fvrir einhverju handljæru
og hreyfanlegu". (Tekið eftir Herbert S p e n c e r, Principles
of Sociologi, III. hindi).
a) í þingræðu 1910 lét Taft forseti Bandarikjanna þá skoðun
í ljósi, að sér þætti varliugaverð þessi stefna, að gera öll auð-
æfi náttúrunnar að einkaeign einstakra manna. Hann áleit, að
bæði skógar, námur og fossar ætti ekki að vcra á höndum ein-
stakra manna.