Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 11

Andvari - 01.01.1979, Side 11
ANDVARI PÁLL ÍSÓLFSSON 9 leið út á Bakkann, fékk Páll stundum að fara með honum, og þá var komið við í „Húsinu" til þess að hlusta á frú Hugeníu Nielsen leika á þetta töfratæki. Þar var þeim alltaf vel tekið, og raunar var það frú Eugenía, sem fyrst kvað upp úr um það, að Páll ætti að helga sig tónlistinni. Það má því gera sér í hugarlund, að koma orgelsins í Isólfsskála hafi valdið þáttaskilum í heimilislífinu, enda var minningin um þann athurð skýr í huga Páls fram til æviloka. Eftir það voru hugstæðustu minning- ar hans bundnar orgelinu annars vegar, hins vegar fjörunni og sjónum. Frændur hans og aðrir áhugamenn um tónlist söfnuðust einatt kringum orgelið, og þar var spilað, sungið og rætt um tónlist. A allt þetta hlýddi Páll hugfanginn og mun það hafa haft á hann mikil og varanleg áhrif. Þegar hann var átta ára, tók faðir hans að kenna honum orgelleik. Segir hann sjálfur, að hann hafi fyrst í stað verið „hyskinn við tónlistarnámið og áliuginn meiri á fjörunni og lónunum" en orgelinu. ,,En það lagaðist, og vinátta mín og orgelsins jókst með hverjum degi sem leið.“ Og brátt var hann farinn að semja lög. „Fljótlega fóru að sækja á mig ýmsar hugs- anir, sem mig langaði að vinna úr og bókfesta. Ekki veit ég hvort það hafa verið áhrif frá föður mínum eða ósjálfráð viðbrögð unglings við nýrri reynslu. En hvernig sem á því stóð heyrði ég margvíslega tóna í hugan- um, og þeir létu mig ekki í friði, en komu aftur og aftur, smálög sem voru sjálfum mér mikils virði og ég hef getað notað eins og dálitla upp- sprettu, sem ég hef ausið af frarn á þennan dag. Stundum þegar ég gætti yngri systkina minna og hélt á þeim eða ruggaði þeim í vöggunni, heyrði ég smálög sem ég mundi lengi á eftir, sum skrifaði ég síðar og nokkur hafa jafnvel orðið svo fræg að komast á prent. Þessi litlu lög fuku til mín eins og gulnað lauf á haustdegi, án þess ég vissi hvaðan þau kæmu eða hvert þau færu. Ég held hæfileiki minn til að semja lög liefði þroskazt mjög fljótt, ef ég hefði hlotið næga tónlistarmenntun í æsku og þá hefði ég kannski getað samið mörg verk á ungum aldri. En kunnáttuleysið varð mér fjötur um fót og lítil leið til þess, að ég gæti fellt þessar fljúgandi hugsan- ir rnínar í forrn, því síður fest þær á pappír. Samt leituðu þær jafnt og þétt á mig, komu og fóru eins og flóð og fjara án þess að gera boð á undan sér, án frekari skýringa. Þessi ásókn var í alglevmingi, þegar ég var 12-15 ára.“ Eitthvað af þessum æskuverkum komst þú á pappir, og þegar Isólfur átti leið til Reykjavíkur, tók hann nótnablöðin með sér og sýndi Sigfúsi frænda sínum Einarssyni, senr þá var að taka til starfa í Reykjavík og var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.