Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 12

Andvari - 01.01.1979, Page 12
10 JÓN ÞÓRARINSSON ANDVABI vafalaust lærðastur tónlistarmanna á landinu. Sigfús hafði góð orð urn lögin, hvatti til þess að Páll héldi áfram að semja, en vildi helzt, að hann kæmi til náms hjá sér í Reykjavík. Brátt leið að því, að svo yrði. En fyrst sáust þeir Páll og Sigfús sumarið 1907. Það surnar var Friðrik konungur áttundi hér á ferð, og var kvaddur saman úrvals karlakór, sem Sigfús stjórnaði, til að skemmta honum. Kórinn fór í fylgd konungs austur um sveitir og söng fyrir hann og fylgdarlið hans á áfangastöðum. Páll hlýddi á kórsönginn í Þjórsártúni, og varð honum þetta hvatning til að fara til Reykjavíkur og leita tilsagnar hjá Sigfúsi, en það mun þá um skeið hafa verið draumur hans. I kórnum voru flestir eða allir helztu söngmenn íslenzkir, sem þá voru uppi, og þarna í Þjórsártúni voru tónskáldin Svein- björn Sveinbjörnsson og Arni Thorsteinson, auk danskra og íslenzkra þing- manna og annarra hefðarmanna. En engan rnann nefnir Páll nema Sigfús Einarsson, }ægar hann rifjar upp þetta atvik. Páll tók skjótum framförum i orgelleik, ,,vináttan“ við hljóðfærið breyttist í ástríðufulla ást, og brátt náði hann þeirri leikni, að athygli vakti í umhverfi hans. Isólfur hafði karlakvartett, sem stundum hélt söngskemmt- anir i Góðtemplarahúsinu á Stokkseyri, og var Páll barnungur, þegar faðir hans lét hann leika á harmóníum á þessum tónleikum, meðan söngmenn- irnir hvíldu sig. Einnig lék hann oft forspil og eftirspil við messugerðir í S tokkseyrarkirkj u. Það varð úr, að Páll fór til Reykjavíkur 1908. Hann bjó fyrst hjá föður- bróður sínum, Jóni Pálssyni, og Onnu Adólfsdóttur, konu hans, og reynd- ust þau honum sem heztu foreldrar. Niðri í sama húsi hjó Sigfús Einars- son, svo að ekki var langt að sækja til kennarans, enda varð enginn drátt- ur á því, að Páll hæfi námið. Það mun engurn hafa komið annað til hugar en að Páll þyrfti að hafa einhverja atvinnu samhliða náminu, og reyndi hann ýmislegt af því tagi. Jón Pálsson var starfsmaður Landsbankans, og frá honum mun það hafa verið runnið, að Páll yrði sendill í bankanum. En bankastjóranum, Tryggva Gunnarssyni, leizt ekki á, þegar til kom, hve Páll var ókunnug- ur i bænurn, og varð ekki af ráðningunni. Þetta fannst Páli þá ,,stórósigur“. Fékk hann þá vinnu í húsgagnaverzlun og vinnustofu Jónatans Þorsteins- sonar um skeið, og var síðan stutta hrið innanbúðarmaður hjá Agústi Thorsteinson. Eftir það vann hann um tíma í steypuverksmiðju og starfaði meðal annars að því að steypa gangstéttarhellur. Taldi hann sig hafa steypt hellurnar, sem lengi voru - og eru kannske enn- i gangstéttinni framan við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.