Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 13

Andvari - 01.01.1979, Side 13
ANDVARI PÁLL ÍSÓLFSSON 11 gamla Isafoldarhúsið í Austurstræti. Loks var honum komið í læri í prent- smiðju Davids Ostlunds, og átti hann að læra þar nótnaprentun. Munu ýmsir þá hafa talið hann vera kominn ,,á rétta hillu“. Til undirbúnings nótnaprentunarnáminu varð hann að læra almenna prentvinnu, setti meðal annars auglýsingar í Vísi, ennfremur Ingólfsrímur eftir Símon Dalaskáld og leikritið Hreppstjónmn eftir Eyjólf Jónsson rakara. Báðir þessir höfundar fylgdust vel með prentun verka sinna, og kunni Páll að segja af þeim skemmtilegar sögur eins og af mörgum öðrum, sem urðu á vegi hans. í nótnaprentuninni komst hann svo langt, undir leiðsögn Péturs Lárussonar, að hann setti nokkur lög eftir Þorstein kaupmann Malmberg. A þessum árurn bjó hann á ýmsum stöðum, ineðal annars í Stýrimannaskólanum hjá Páli Halldórssyni skólastjóra og Níelsi Dungal, syni hans. Með þeim Níelsi stofnaðist ævilöng vinátta. Meðan þessu fór fram, var náminu haldið áfram hjá Sigfúsi Einarssyni. Með Páli voru i tímum þeir Freysteinn Gunnarsson, síðar skólastjóri Kennaraskólans, og kennararnir Þorleifur Erlendsson og Sænrundur Ein- arsson. Þeir lærðu almenna söngfræði og undirstöðuatriði hljómfræðinnar, en Sigfús gaf út um þessar mundir stuttar kennslubækur í þessum greinum háðum. Einnig kenndi Sigfús Páli á harmóníum, og nýttist Páli sú kennsla vel, enda þótt Sigfús væri ekki lærður organleikari. Árið 1912 var öld liðin frá fæðingu brautryðjandans Péturs Guðjóns- sonar, sem verið hafði fyrsti organleikari dómkirkjunnar í Reykjavík. Afmælisins var minnzt með veglegum tónleikum í kirkjunni 29. nóvember, og var þar meðal annars flutt nýtt tónverk fyrir einsöngvara, kór og orgel, sem Sigfús Einarsson hafið samið til heiðurs Pétri við ljóð eftir Guðmund Guðmundsson. Þarna kom fram margt af helzta tónlistarfólki bæjarins. Við orgelið var Páll ísólfsson, og taldi hann þetta fyrstu þátttöku sína í opin- heru tónleikahaldi. Þessi atburður, ásamt kynnum af tónlistarstarfi og tón- listarfólki í bænurn, meðal annarra tónskáldunum Árna Thorsteinson og Jóni Laxdal, varð til þess að ýta undir Pál í þeim ásetningi, sem þá þegar hafði þróazt með honum, að brjótast til útlanda til frekara náms og þá í því landi, sem tdið var miðstöð tónlistar í veröldinni, — Þýzkalandi. Þegar Sigfús Einarsson fluttist alfarinn til Reykjavíkur 1906, má segja, að Brynjólfur Þorláksson væri oddviti í íslenzkum tónlistarmálum. Hann var gáfaður maður og ágætlega söngvinn, hafði notið þeirrar tilsagnar í tónlist, sem völ var á hér heima, og síðan verið við nám í Kaupmannahöfn vetrarhngt. Þegar Steingrímur Johnsen féll frá 1901, varð hann söngkenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.