Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 15

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 15
ANDVARI PÁLL ÍSÓLFSSON 13 í Reykjavík, og lék stundum fyrir hann forspil og eftirspil við guðsþjónustur þar. Þau Jón og Anna Adólfsdóttir, kona hans, voru allvel efnum búin, en harnlaus, og réðst það nú, að þau styrktu Pál til náms í Þýzkalandi. Fyrir þetta drengskaparbragð var Páll ævinlegt þakklátur frænda sínum og ekki síður frú Onnu, sem hann taldi hafa ráðið mestu um þessa ákvörðun. Páll fór utan í október 1913 með togaranum „Jóni forseta", sem sigldi til Grimsby. Þaðan fór hann á öðru skipi til Hamborgar og loks með járn- brautarlest til Leipzig. Hefur hann sagt skennntilega frá þessu ferðalagi öllu og gert óspart gys að heimóttarhætti sínum og „sveitamennsku". LTndir- búning í tungumálum hafði hann ekki annan en þriggja mánaða nám- skeið í þýzku hjá Bjarna Bjarnasyni klæðskera í Reykjavík, og að öðru leyti fannst lionum hann illa í stakk búinn að mæta því, senr í vændum var. Samt ætlaði hann að freista þess að komast inn í Tónlistarháskólann í Leipzig. „Líklega hefur enginn komið eins illa undirbúinn í tónlistarskóla og ég,“ hefur hann sagt, og víst má til sanns vegar færa, að ýmsu var áfátt um þá undirstöðumenntun, er hann hafði hlotið. En í skólanum mætti hann, þegar til kom, yfirleitt velvild og skilningi, og einkum hjá þeim, sem mest var um vert. Að öðru leyti naut hann í upphafi veru sinnar í Leipzig fvrir- greiðslu bóksala nokkurs, sem Jón Pálsson hafði haft einhver kynni af. Leipzig hafði verið eitt af höfuðsetrum tónlistar í heiminum, að minnsta kosti síðan á 18. öld. Meðal þeirra stofnana, sem tryggðu borginni þennan sess, var Tómasarkirkjan, en sögu hennar má rekja aftur á 13. öld, og i tenyslum við hana Tómasarskólinn op hinn frægi Tómasarkór. Þar hafði Johann Sebastian Bach verið kantor 1723-50. Onnur stofnun, senr mikill- ar virðingar naut, voru hinir svo nefndu Gewandhaus-tónleikar. Þeir áttu upphaf sitt á þeirn árum, þegar Bach var í Leipzig, en hófust til frægðar undir stjórn tónskáldsins Felix Afendelssohns 1835—43. Á því tímabili, sem hér um ræðir, var stjórnandinn Arthur Nikisch (1895-1922), einn mikilhæfasti hljómsveitarstjóri síns tíma. Þriðja stoðin undir tónlistarfrægð Leipzig-borgar var Tónlistarháskólinn, sem Mendelssohn hafði stofnað og tók til starfa 1843. Skólinn hafði ávallt haft á að skipa úrvalskennurum, og fór af honum mikið orð um allan hinn siðmenntaða heim. Þarna kvaddi Páll Isólfsson dyra, nýorðinn tvítugur að aldri. Hann var látinn ganga undir inntökupróf, ef til vill mest formsins vegna, og að því búnu var honum sagt að byrja „von Anfang an“ og stunda nárnið af kappi, ef hann vildi halda til jafns við aðra nemendur, sem flestir voru yngri en hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.