Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 23

Andvari - 01.01.1979, Side 23
ANDVABI PÁLL ÍSÓLFSSON 21 mannvinur, hafði alla tíð mikil áhrif á Pál, bæði list hans og lífsviðhorf. Páll var manna fróðastur um ævi hans og störf og taldi sig „meðal nemenda hans“. Eftir dvölina í París hvarf Páll heim aftur til sörnu starfa og áður. En á næsta ári, 1926, urðu þau tíðindi, að nýtt orgel kom í Fríkirkjuna í Reykjavik, og var hann þá ráðinn organleikari þar. Launin voru ekki há, en komu sér vel engu að síður, og mikilsvert var að fá til umráða orgel, sem þá mun hafa verið hið bezta á landinu. Páll hélt marga tónleika í Fríkirkjunni, og voru þeir vel sóttir eins og tónleikar Páls voru jafnan. Hann átti einnig ágætt samstarf við prest Fríkirkjunnar, sem þá var séra Arni Sigurðsson. Alþingishátíðarárið 1930 urðu tímamót í íslenzku tónlistarlífi. Ákveð- ið var með góðum fyrirvara að efna til þjóðhátíðar á Þingvöllum, og var í mönnum mikill hugur að gera hana sem veglegasta. Efnt var til sam- keppni um hátíðaljóð, og var Páll Isólfsson í þeirri nefnd, sem dæmdi um ljóðin. Það voru þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Einar Bene- diktsson, sem verðlaunin hlutu, og var síðan efnt til samkeppni um tón- verk við ljóð Davíðs. Þátttakendur í þeirri keppni urðu sjö talsins, en í dómnefnd höfðu verið tilnefndir þeir Sigfús Einarsson, sem hafði verið skipaður söngmálastjóri Alþingishátíðarinnar, Haraldur Sigurðsson píanó- leikari í Kaupmannahöfn og danska tónskáldið Carl Nielsen. Niðurstaða dómnefndar varð sú, að verk Páls ísólfssonar skyldi hljóta fyrstu verðlaun, en önnur verðlaun hlaut verk Emils Thoroddsens. Fyrstu verðlaun voru 2500 krónur, en önnur verðlaun 1000 krónur. Ekki voru þær upphæðir hærri. Ákveðið var, að Páll stjórnaði sjálfur flutningi kantötu sinnar, en ráð- inn hafði verið austurrískur maður, dr. Franz Mixa, sem siðan starfaði hér um árabil, til þess að undirbúa þetta verk og önnur undir hljómsveitar- flutning og æfa hljómsveitina. í ljós kom, að efla þyrfti hljómsveitina með aðfengnum liðsstyrk, og voru sjö menn fengnir að láni hjá Konunglegu hljómsveitinni í Kaupmannahöfn í því skyni. Alþingishátíðin fór fram með miklum glæsibrag og var ö'llum til sóma, sem að henni stóðu. Hitt er þó enn rneira um vert í því sambandi, sem hér er um að ræða, að með henni tók öll tónlistarstarfsemi í landinu slíkan fjör- kipp, að slíks eru engin dæmi í annan tíma. Áhugamenn í hljómsveitinni °g utan hennar stofnuðu Tónlistarskólann í Reykjavík, sem tók til starfa þegar um haustið 1930. Páll ísólfsson var ráðinn skólastjóri og dr. Franz Álixa kennari. Með stofnun skólans var stigið mikið heillaskref, og hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.