Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 27

Andvari - 01.01.1979, Síða 27
andvari PÁLL ÍSÓLFSSON 25 aS segja annað og fleira en það, sem viðkomandi listamanni þykir gott að heyra, ei dómar eiga að vera marktækir. Páll mun hafa mátt teljast mildur gagnrýnandi, að minnsta kosti eftir að árin tóku að færast yfir hann. Þó kom fyrir, að hann sagði mönnum afdráttarlaust til syndanna, einkurn ef honum þótti kenna oflætis eða flysjungsháttar í fari þeirra. En \'ið unga listamenn var hann jafnan tillitssamur og vildi ekki ,,eiga þátt í, að þeir hrotnuðu í fyrstu atrennu," eins og hann komst að orði. 1 ónleikar Páls Isólfssonar í Reykjavík, þar sem hann kom fram ýmist sem einleikari á orgel, söngstjóri, hljómsveitarstjóri eða undirleikari á orgel eða píanó, munu skipta allmörgum hundruðum. Áður er getið orgeltónleik- anna, sem hann hélt hér heirna á námsárum sínum, en segja má, að þeir mörkuðu tímamót í íslenzku tónlistarlífi. Eftir heimkomuna færðist hann allur í aukana. Hann hélt fjölda orgeltónleika, stundum heila tónleika- flokka, þar sem farið var yfir allt svið orgeltónlistarinnar, allt frá Buxtehude og Bach til Boéllmanns og Regers. Um eina þessa tónleika (1927) skrifaði Sigfús Einarsson, en hann þótti ekki alltaf mildur í dómum og hlífði ekki Páli Isólfssyni fremur en öðrum, ef honum þótti einhverju áfátt: ,,Organ- leikur Páls er fyrirmyndarlist manns, sem náð hefur miklum þroska og þeirri kunnáttu, sem ekki fæst með öðru en dugnaði og erfiði margra ára. Páll veit, hvað hann fer með, og valdi hans á hljóðfærinu eru, nú orðið, lítil eða engin taknrörk sett.“ Jafnframt efndi hann öðru hverju til blandaðra kirkjutónleika, þar sem fluttir voru m. a. þættir úr ýmsum meiri háttar kór- verkum (t. d. Deutsches Requiem eftir Brahms og Messíasi eftir Hándel), stundum með aðstoð hljóðfæraflokka. Einnig var Páll lengi einn aðalundirleikari söngvara og annarra lista- manna, innlendra og erlendra, sem hingað komu til tónleikahalds. 1 il tnarks um það annríki, sem hann hjó við, skal hér gerð grein fyrir hljóm- leikahaldi hans á nokkru tímabili á árunurn 1925-26, eftir því sem um það verður lesið af tónleikaskrám í Landsbókasafni (en vitað er, að þar vantar ýmislegt). Haustið 1925 leikur hann undir með Einari Markan á fernum tónleikum. Inn á milli þeirra kemur hann fram á kirkjutónleik- unt með ungversk-danska fiðlusnillingnum Emil Telmanyi og heldur ásamt Emil Thoroddsen tónleika í Nýja bíó, þar sem þeir leika á tvö píanó verk eftir Bach, Saint-Saéns og Chr. Sinding. I nóvember aðstoðar hann líka Sigurð Birkis á söngskennntun, og í desemher leikur hann undir nreð Eggert Stefánssyni á tveimur söngskemmtunum. I janúar 1926 heldur Sigurður Birkis enn tvenna tónleika með ólíkum efnisskrám, aðra í Nýja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.