Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 40

Andvari - 01.01.1979, Page 40
38 BJÖRN JÓNSSON ANDVARI að þrengja svo Mjósundin, að þar er ekki bátgengt lengur, og nú er sáralítill munur flóðs og fjöru ofan Mjósunda, og svo stendur sjór hátt í firðinum, að segja má, að þar sé alltaf flæði. Ég vil geta þess hér, því nú fennir fljótt í gengin spor, að áður fyrr var leitazt við að stytta sér leið með því að fara á fjöru yfir Hraunsfjörð, sérstak- lega kom þetta til greina, ef ferð lá fyrir að eða frá Berserkseyri eða Kol- gröfum. Ef komið var utan að og fara átti yfir fjörðinn, þá var farið á fjör- urnar, þegar komið var rétt upp fyrir Mjósundin, og stefnan tekin ofarlega á Búðanes, en í þeirri stefnu var vað yfir álinn, sem hét Kaplavað, og nokkru of- ar var annað vað grynnra. Það hét Gönguvað. Það stytti leiðina mikið að fara þarna yfir fjörurnar, ekki sízt ef ferðinni var heitið niður fyrir hraun, ef þannig stóð á. Þá var eftir að komið var upp á Búðanesið farið niður fyrir hraunið, og mátti fara hana á hesti. Þetta var kirkjuleið að Bjarnarhöfn frá Arnabotni og Fjarðarhorni. Ef haldið er út með firðinum eftir Mjósundahrauni, þá er hægt að komast það eftir sæmilegum fjárslóðum, því þarna hagar svo til, að grösugir hvamm- ar ganga þar frá sjónum inn í hraun- ið, og þarna höfðu Hornsbændur fé sitt að haustinu fram undir jól. Og hag- lendið þarna var eins og í beztu eyjum, enda var þarna ágæt fjörubeit um stór- strauma, þarna voru engar hættur fyrir fé og ekki hætta á, að það fennti, þó bylji gerði, því snjó skefur þarna aldrei og skjól eru næg. Þarna í Mjósunda- hrauni er mjög sérkennilegt landslag og gaman að ganga þar um og dvelja, ef tími vinnst til. Þarna rétt út við sundið er tófugren í mjög fögru umhverfi, og annað slíkt norðan þjóðvegarins. Þarna er líka hár hraundrangur, sem heitir Arnarsteinn, þar hefir örn orpið líklega um alda raðir, enda ókleift upp á steininn í hreiðrið, og umferð þarna svotil engin og friður yfir öllu, þar til brúin kom á Mjósund og þjóð- vegur eftir hrauninu. Enda er nú örninn horfinn og refirn- ir af grenjunum. En það eru fleiri tófu- gren í Berserkjahrauni en þau, sem hér hafa verið nefnd. Efst og yzt upp við Selvallavatn er gren, er heitir Nátthaga- gren; um mitt hraunið nokkru fyrir neð- an efri þjóðveginn er Háahraunsgren; utar og neðar þar um mitt hraunið er Bæjargren, og fyrir austan Blámanna- vík og neðan Berserkjagötu er Básagren. Fyrir neðan Mjósundahraun, en vestast í Berserkjahrauni er Kothraunskúlan, hún virðist hafa gosið bæði hrauni og þó sérstaklega sandi og vikri, því í grennd við hana eru víðáttumiklir sandar og vikurbreiður. Austur úr Kothraunsvatni liggur tjörn inn í hrauni, hún heitir Þrengslatjörn. Neðan Kothraunsvatns og vestan hraunjaðarins er nokkuð löng grasfit, sem heitir Lambhagi, um hann miðjan er inni í hraunjaðrinum fjárskilarétt, sem heitir Kothraunsrétt, hún er öll hlaðin úr hraungrjóti. Kothraunsrétt er aukarétt frá Arnarhólsrétt, sem er lög- skilarétt Helgfellinga, en fé af Bjarnar- hafnarfjalli og þar í grennd er réttað í Kothraunsrétt, en úrtíningur rekinn til Arnarhólsréttar. Neðst í hrauninu austan Blámanna- víkur heita Básar. Þar í grennd er Bása- grenið, sem áður hefir verið á minnzt. Fyrir neðan Smáhraunakúlu og Gráu- kúlu eru Smáhraunin, þar er greiðfært, sandur og smáhraunkleprar. Neðst í Smáhraununum eru Kálfadalirnir. Þar er dálítill gróður, og þar var fé haft nokkurn tíma að haustinu, áður en það var tekið í hús.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.