Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 48

Andvari - 01.01.1979, Síða 48
46 GÖRAN SCHILDT ANDVARI er að banna. Þótt ótrúlegt sé, virðast sjúklingarnir þó fá ráðið nokkru af því fé, sem aðstandendur senda þeim. Það er engin „sjoppa“ innan hælisins, þar sem vistmennirnir gætu keypt sér sæl- gæti og sígarettur og þessháttar, en verð- irnir taka fúslega að sér að annast inn- kaup úti í bæ - kannski ekki alltaf af stakri óeigingirni. Hvernig er annars hægt að skýra það, að hægt skuli vera að stunda ábatasama verzlun innan veggja hælisins? Koko er miðaldra maður, sem af ókunnum ástæðum var stimplaður geð- veikur, en sætti sig við þetta hlutskipti sitt í samfélaginu og vann sig í álnir við þær aðstæður. Hvernig hann komst yfir stofnfé sitt, veit ég ekki, ef til vill var það bara einn pakki af vindlingum, sem einhver gaf honum og hann seldi síðan þjáningarbræðrum sínum í stykkjatali. Með því næmi sem menn í hans sporum eru oft gæddir fann hann á sér, að rakarinn, sem klippir hár sjúkl- inganna átta stundir á dag, var hjálp- samur og skilningsgóður maður, sem til- leiðanlegur væri að smygla til þeirra vörum. Rakarinn féllst reyndar á að lauma sígarettulengju handa Koko und- ir sloppinn sinn, og ekki leið á löngu, unz Koko hafði ráð á að múta fleira starfsfólki, jafnvel sjálfum dyraverðin- um. Koko á son í Piraeus, tvítugan slæpingja og spjátrung, sem sýndi föður sínum enga ræktarsemi í veikindum hans. Nú skýtur honum upp reglulega til þess að kvarta um atvinnuleysi sitt og kröggur, og auðvitað hjálpar Koko honum. Hann sendir líka peninga til herlsutæprar systur, sem er ekkja og býr í Mytilini. Grikkir eru ættræknir - að minnsta kosti meðan einhver í fjölskyld- unni á pening. Auðhyggja Grikkja lýsir sér ekki ein- göngu í slíkri framtakssemi. F.f til vill kemur hún skýrast fram í dálæti þeirra á meginboðskap kapitalismans: arðsemi án erfiðis. Það er rangt að alhæfa, og ég ætla ekki að halda því fram, að allir Grikkir hafi neikvæða afstöðu til vinn- unnar. Fáir telja hana þó fullnægjandi í sjálfri sér, né leið til að láta leyndustu óskir sínar rætast. Algengast er að líta á vinnu eins og hvert annað kvalræði, sem menn verða að sætta sig við til þess að hljóta um síðir lausn frá brauðstrit- inu, og ef vel lætur geta lifað hinu frjálsa og ljúfa lífi ellilífeyrisþegans eða á ávöxtum erfiðis síns. Erfitt er að skýra, hvers vegna vinnan er svona lágt skrifuð hjá þessari fátæku þjóð, sem veitti auðsæilega ekki af því að auka afköst sín og framleiðni. Maður freistast til að ætla, að hér sé á ferðinni arfur frá feðrunum frægu, hjáróma bergmál þeirrar rótgrónu fyrirlitningar, er Forn-Grikkir höfðu á erfiðisvinnu, sem ætluð var þrælum einum. Því miður er Nútíma-Grikkjum ekki jafntamt að verja frístundum sínum í líkamsrækt, listaiðkanir og heimspeki eins og hómersku höfðingjunum og stéttar- bræðrum Platóns. Til þess þyrfti senni- lega örugga lífsafkomu margra ættliða og fastmótað allsnægtaþjóðfélag. Einbýlishúsið, sem fylgir heiman- mundinum og margar grískar fjölskyld- ur eignast, er talið fyrsta skrefið á hinni erfiðu leið til velmegunar og iðjuleysis. Eigi maður hús (sem ekki þarf að greiða af neinn fasteignaskatt í Grikklandi), er hálfur sigur unninn: fjölskyldan á þak yfir höfuðið og þarf ekki að greiða af því eina einustu drökmu. Þá er eftir að tryggja lokasigurinn, hvernig eigi að fæða sig og klæða án þess að vinna. Ein ieiðin er sú að ráða sig í svo létta vinnu, að hún nálgist iðjuleysi, til dæm- is virðulega stöðu hjá ríkinu eða í þjón- ustu stórfyrirtækis. Við höfum ótal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.