Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 49
andvaei SÍNUM AUGUM LÍTUR HVER Á SILFRIÐ 47 dæmi um slíka iausn á lukkuvandamál- inu hér á eynni, allt frá dottandi toll- þjónum, fjarhuga lögregluþjónum og sitjandi sjúkrahússstarfsfólki til þaul- skipulagðra lækna, sem þiggja laun fyrir tvö eða þrjú embætti, en láta aðstoðar- menn sína um sprauturnar, röntgen- tækin og göngudeildina. Enda þótt þessir embættismenn kom- ist einna næst því að gera draumsýn að- gerðarleysisins að veruleika, geta þeir átt það á hættu að þurfa stundum að vinna. Sú áhætta fylgir einnig hinu sjálf- virka kerfi skriffinnskunnar, að menn séu sendir þangað sem þeir eiga ekkert hús. Þeir sem verða fyrir slíku óhappi geta alltaf huggað sig við mestu hlunn- indin, sem ríkisstarfsmanni fellur í skaut: eftirlaunin, sem þeir lánsömustu verða aðnjótandi strax og þeir komast á sextugsaldur. Þá, og jafnvel fyrr, fell- ur hnoss iðjuleysisins þeim í skaut. Onnur og algengari aðferð til að láta drauminn rætast er að koma sér upp Iítilli verzlun. Auðvitað væri æskileg- ast að þurfa ekkert að binda sig og geta setið við spil á veitingahúsinu allan lið- langan daginn eða dorgað á bryggjunni, en vanti aura fyrir útákasti í grautinn, er svo sem sama þótt maður sitji á stól fyrir utan búðina og þurfi að bregða sér inn, ef einhver viðskiptavinur kem- ur og ónáðar mann. Aðkomumaður get- ur ekki annað en furðað sig á því, hve búðirnar eru margar og vöruvalið lélegt. Enginn skyldi þó láta sér detta í hug að þrefa um verðið eða heimta afslátt af tannbursta með flugnadriti. Eigandinn veit upp á hár, hvers vegna hann situr þarna og hvað hann þarf að hagnast mikið án þess að ofreyna sig. En mikið vill meira. Hvað er ham- ingja hins nægjusama eftirlaunamanns °g syfjulega kaupmannsins hjá því lífi, sem vellríkir slæpingjar lifa? Nokkur glæsileg dæmi um það gætu vakið djarfa og framtakssama menn til umhugsunar. Ef til vill er ekki vogandi að bera sig saman við þá, sem skara fram úr í þeim hópi, svo sem fornvin og veiðifélaga Farúks konungs Egypta, Stratis, er dvel- ur aðeins á ættaróðali sínu hér á eynni á sumrin, ellegar iðjuhöldinn Vroulis, sem hættur er störfum og dundar sér í hallargarðinum bak við háa múra. En við höfum aðgengilegri dæmi: jannakis, sem lifir góðu lífi af tekjum sínum af ótölulegum fjölda leiguhjalla í Aþenu, Bambakeros, sem fær rífleg eftirlaun frá bandaríska hernum fyrir óskilgreinda þjónustu, eða Rennos, fyrrverandi lög- regluþjón. Mikilvægasta auðsuppspretta hans er svissnesk, fáséð frú, sem starfar í Zúrich. Slíkar fyrirmyndir ýta undir metnaðargjarna menn að freista gæf- unnar, yfirgefa eyna sína og snúa síðan heim í fyllingu tímans með fullar hend- ur fjár. Vissulega er það alltaf hörmulegt, er menn þurfa að hrekjast að heiman vegna ónógra afkomumöguleika, en það er þó bót í máli, að útflytjendur hverfa oftast fyrr eða síðar heim til Grikklands. Menn skýra þessa staðreynd með ætt- jarðarást þeirra, en ættu ef til vill held- ur að athuga, hvernig hið sérstaka við- horf Grikkja til vinnunnar lýsir sér í útlegðinni. Finnist þeim hún hreinasta plága heima fyrir, magnast sú tilfinn- ing í útlandinu. Þar er ekki hugsað um að koma sér vel fyrir og notalega, held- ur að græða sem mest á sem skemmst- um tíma til þess að geta látið sér líða vel um sídir. Grikkir þykja því afar dugleg- ir og viljugir verkamenn erlendis. Þeir taka að sér hvaða skítverk sem er, ráða sig á hálfgerðar manndrápsfleytur með fáliðaðri skipshöfn og víla stundum ekki fyrir sér að taka þátt í skuggalegum af- brotum. Þeir lifa ekki sínu rétta lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.