Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 51

Andvari - 01.01.1979, Page 51
ANDVARI 49 SÍMI.VI AUGUM LÍTUR HVER Á SILFRIÐ sem hann hafði með sér frá Kairó. Einn þeirra varð eftir á Leros, kvæntist þar og varð ættfaðir fjölmargra nærri al- svartra eyjarskeggja. Zigada festi hins vegar aldrei ráð sitt þrátt fyrir - og ef til vill vegna þess - hve hann var veik- ur fyrir hinu fagra kyni. Hann skildi eft- ir sig fjölda barna á eynni, sem hann styrkti yfirleitt fjárhagslega og ættleiddi sum þeirra. Nafn hans, Zigada, er enn þann dag í dag bæði algengt og virt hér um slóðir. Meðal afkomenda hans er meðal annarra Kristo vinur okkar, káti og fjölhæfi þúsundþjalasmiðurinn, ósvikinn Zigada. í þróttmiklum og lit- ríkum persónuleika hans þykist ég sjá svip hins fræga forföður. Aðsetur Zigada, sem nefnist ennþá „Hús paschans“ á enskunr sjókortum, var liðsforingjaklúbbur á ítalska tíma- bilinu, en er nú einn skálinn í stóra geð- sjúkrahúsinu. Þar eru veikustu börnin höfð, litlar verur með risastór vatns- höfuð, slefandi börn, sem reyna að fá út- rás fyrir gagnslausa athafnaþrá með því að hoppa uppi á járnrúmunum, svo að allt leikur á reiðiskjálfi, og ferfætlingar líkastir öpum skríðandi naktir í örnum sínum á gólfinu. Þessi átakanlega sjón stingur undarlega í stúf við goðsöguleg málverkin í lofti salarins. Samt er óþarfi að fjargviðrast yfir því, hvað pascha hefði sagt, hefði hann órað fyrir því, til hvers höllin hans yrði notuð. Hann var enginn fagurkeri né draumóramaður og gat horft með jafnaðargeði á ógeðfelld- ari sjón en þessa, eftir langa dvöl í Aust- urlöndum. En við skulum ekki dvelja of lengi við Zigada, hina miklu undantekningu, í rannsókn okkar á hamingjuleit lífeyr- isþegans. Snúum okkur heldur að nýrri og hóflegri dæmum til að sýna, hvernig örlaganornirnar hygla ljúflingum sínum. Tökum til dæmis Paolo, vin okkar í Hagia Marina. Hann var eins og fleiri áhyggjufullur faðir gjafvaxta dætra, sem þurfti að sjá fyrir húsi í heimanmund, þótt hann fengi ekki nema um 45 þús. krónur á mánuði sem handverksmaður á sjúkrahúsinu. Til allrar hamingju átti hann son, sem gekkst við skyldum sín- um og réð sig þess vegna á skip hjá Onassis. Paolo var sem sé í sama bát og Odysseus, nágranni okkar, nema hvað synir hans tveir voru svo óræktarlegir, að þeir hugsuðu fyrst og fremst um að koma sér í hjónaband, þó að systur þeirra væru ógiftar í heimahúsum. Ör- laganornirnar ákváðu, að þessi skyldu- rækni sonur og bróðir fengi með hægu móti að hjálpa systrum sínum til að gift- ast og verða jafnframt velgerðarmaður Odysseusar á óvæntan hátt. Þetta atvikaðist þannig: Onassis lét smíða fyrir sig stórt tankskip i Japan, sem átti að vera með grískri áhöfn. Heill farmur ungra sjómanna var send- ur með flugvél frá Aþenu, en vélin fórst einhvers staðar yfir Indlandshafi. Að nokkrum tíma liðnum fékk Paolo senda ávísun með svimandi hárri upphæð - líftryggingu sonarins. Nú gat hann loksins litazt um eftir eiginmönnum handa dætrum sínum, og virtist honum þá Manoli, sonur Odysse- usar, vera hæfilegt mannsefni handa annarri þeirra. Þar eð allir á eynni vissu, hvað Paolo hafði fengið mikla peninga, setti Odysseus vinnufélaga sínum afar- kosti: Paolo átti, auk hins venjulega beimanmundar, að greiða Odysseusi 25.000 drökmur í skaðabætur, til þess að Manoli fengi að kvænast áður en hann hefði lagt nokkuð af mörkum til systra sinna. Rökin voru óumdeilanleg, svo að Paolo borgaði allra auðmjúkleg- ast. Samt sem áður átti hann nóg eftir til þess að geta sótt um lausn frá starfi sínu áður en tími hans var kominn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.