Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 52

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 52
50 GORAN SCHILDT ANDVARl Raunasvipurinn á andliti hans hefur nú þokað fyrir eilífu brosi eins og á Buddha. Nú er hægt að ganga að hon- urn vísum fyrir utan einhverja krána í Hagia Marina, þar sem svalandi haf- golan leikur um vanga og alltaf eru nógir til að slá í spil eða tafl. Það er ekki laust við, að sumir feður ýi að því við syni sína að sækja um vinnu hjá Onassis. Öryggi umfram allt - það borg- ar sig ekki að deyja fyrir einhverja smá- kalla, sem eru alltaf á kúpunni. Lerosbúar eru auðvitað ekki svo skyni skroppnir, að þeim sé ekki ljóst, að það er ekki stöðug og heiðarleg atvinna sem færir mönnum þá velsæld sem þá dreymir um, heldur duttlungafullar til- viljanir, eins og dæmin um Paolo, Zig- ada og ótal fleiri sanna. Utkoman verð- ur því sú, að þeir, eins og flest fólk í fátækum löndum, trúa á guð og lukk- una og halla sér að peningaspili. Alls konar happdrætti er afar vinsælt í stór- borgunum, en nýtur ekki sömu vinsælda hér á eynni einhverra hluta vegna. Rf til vill stafar það af réttmætri tortryggni í garð þeirra, sem reka slík fyrirtæki og afskekktir eylendingar eiga erfitt með að henda reiður á. Hér eru menn hins vegar gríðar sólgn- ir í peningaspil. Á köldum og hráslaga- legum vetrum fer spilaæðið eins og far- sótt urn eyna og smitar svo að segja alla, fátæka og ríka, konur jafnt sem karla. Mér blöskraði fyrstu árin, sem ég dvaldi hérna, að sjá hvernig næstu nágrannar okkar, fiskimaðurinn Konstantinos og Caliban grænmetissali, skiptust á urn að breyta heimilum sínum í algjör spila- víti. Hver leigubíllinn af öðrum stanzaði fyrir utan húsið okkar, og menn smeygðu sér niðurlútir inn til nágrannans í skjóli náttmyrkurs. I Grikklandi er nefnilega bannað að spila upp á peninga - eng- inn getur leyft sér að fara inn á kaffi- hús eða í Leski, herraklúbbinn, til að spila póker eða tuttugu og eitt. Til að villa um fyrir hinni satt að segja áhuga- litlu lögreglu, eru haldin spilakvöld á heimilunum, þar sem húsmóðirin ann- ast vínveitingar og fær talsverðar tekj- ur af að selja gestunum hressingu, með- an eiginmaðurinn leggur allt mánaðar- kaupið undir og stundum árslaunin í vímu einnar nætur. Oftast eru það hinir ríku, sem verða enn ríkari á slíkum nóttum, en hinir fátæku, sem eru ragari og úthaldsminni, tapa. Þó kemur það fyrir, að hjólið snýst við. Kona Calibans er ýmsu vön og vaknar stundum við það, að karlinn kemur heim og fleygir þykkum seðla- búntum á sængina hennar. Við höfum h'ka horft upp á hann selja mótorhjólið sitt, kæliskápinn og heimilisgrísmn til að borga spilaskuldir. Draumurinn um skjótfenginn gróða og alsælu iðjuleysisins ber auðvitað fremur vott um bágborið efnahagsástand grísku þjóðarinnar en hvers hún væri megnug, ef næg tækifæri byðust. Pen- ingagræðgi Grikkja stafar ekki af nirf- ilshætti né efnishyggju, heldur því ör- yggisleysi, sem ríkir á öllum sviðum. Er hægt að reiða sig á annað en bein- harða peninga? Lítum á jafnmikilvægt atriði og menntun. Grunnskólanámið er að vísu ókeypis, en það leiðir ekki til sérnáms. I atvinnulífinu kemst enginn áfram, nema hann hafi peninga, sem venjulega eru teknir hjá foreldrunum. Þannig skapast hugvitssamar hindranir, sem girða fyrir óæskilega hringrás milh stétta þjóðfélagsins. í orði kveðnu eru engir umsækjendur ráðnir vegna uppruna síns og ættartengsla, aðeins er spurt um próf og hæfni. En það er líka nóg. Toppstöður í öllum greinum eru ætlaðar þeim, sem hafa hlotið mennt- un sína erlendis, þar sem beztu, en jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.