Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 54

Andvari - 01.01.1979, Side 54
52 GÓRAN SCHILDT ANDVARI þegar hann sendi Lebrun til að byggja enn eina höllina, heldur en þegar ég læt Stavri og Odysseus hlaða tröppur og múrveggi, leggja mosaik og gang- stéttir eða gera tjarnir umhverfis húsið okkar. Eg hef smám saman fundið, að það er í rauninni lærdómsríkt að vera plousios og gefur manni aukna innsýn í samfélag- ið. Að umgangast loftungur og jábræð- ur, að vita aldrei hvar maður hefur fólk og gruna alla um græsku, sem bjóða manni heim fullir af vinsemd og heil- ræðum - allt slíkt gerir samband auðugs fólks við umhverfi sitt svo flókið, og eitrar það jafnvel á stundum. Viðhorfið til eigin persónu breytist líka, og skiln- ingurinn á mikilvægi hennar og réttind- um verður fyrir háskalegum áhrifum frá umhverfinu. Auðæfi og völd spilla manninum smám saman og gera hann að ófreskju. Eg hef ekki haft tækifæri til að skoða konunga, forseta eða marg- falda milljónara í návígi, en ég hef séð það mikið af framámönnum í heimi við- skipta, vísinda og lista, að ég veit, hve mikils þeir fara á mis við að umgangast stöðugt fláráða og tækifærissinnaða við- hlæjendur. Er nokkur furða, þótt Hitler og Stalin yrðu geggjaðir? Er nema von, að átrúnaðargoð skemmtanaiðnaðarins endi oftast sem taugasjúklingar? Það á eins við um hina ríku og þá, sem völdin hafa, að samband þeirra við annað folk verður iðulega þvingað, þeir verða þóttafullir og hégómlegir og næstum að eins konar viðundri, og slitna svo úr tengslum við allt venjulegt fólk. Ég athuga þessi áhrif á sjálfum mér hér á eynni með vaxandi áhyggju. Þegar biskupinn heiðrar rtiig með heimsókn ásamt prestum sínum, tel ég mér trú um, að það sé vegna þess að honum þyki ég lærður og viðkunnanlegur, þó að ég ætti að vita, að hann er sennilega að fiska eftir framlagi til kirkjumála. Á hátíðisdögum þjóðarinnar eða eyjarinn- ar finnst mér ekkert eðlilegra en að ég sitji í heiðurssæti ásamt fína fólkinu, meðan almúginn stendur fyrir aftan. Og þegar hvergi er hægt að fá nýtt smjör né meyrt kjöt í búðunum fremur en vant er, kalla ég Grikkland hundskinns útnára. Næsta skrefið væri óneitanlega að panta sér mat með flugvél frá París eins og Onassis gerir, en þrjúhundruð þúsund á mánuði nægja sem betur fer ekki til þess. Annar ókostur auðlegðar eru skyld- urnar, sem lagðar eru á mann. Þegar þeir byrja að safna handa elliheimilinu, meðan á páskamessunni stendur, bein- ast augu alls safnaðarins að mér til að sjá, hvort ég læt 100 eða 500 drökmur á diskinn. Konunni minni veitist sá heiður að vera „koumbara“ í hverju brúðkaupinu á fætur öðru. Það táknar ekki aðeins, að hún eigi að halda brúðar- kórónunum yfir höfðum brúðhjónanna, meðan á athöfninni stendur, heldur ber henni skylda til að borga prestinum og sjá um hina fáránlegu „boumbouniera", kramarhús með óætum karamellum, sem öllum viðstöddum er boðið úr. Þar við bætist, að hún neyðist sennilega til að skíra fyrsta barnið að ári, en með því er átt við þaö, að hún borgi prestinum aftur og kaupi ekta gullkross með háls- festi og alklæðnað á barnið. Þetta eru aðeins örfá dæmi um þær skyldur, sem lagðar eru á herðar „plousiusi". Þegar við settumst að á eynni, gerð- um við ráð fyrir að geta lifað ódýrt, því að framfærslukostnaður er þar raun- verulega lágur. Við vissuni ekki, að við myndum lenda í svona kostnaðarsömu mannfélagsþrepi. Nú er orðið svo dýrt fyrir okkur að búa á Leros, að við neyðumsc til að dvelja nokkurn hluta ársins á hinum ríku Norðurlöndum og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.