Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 59

Andvari - 01.01.1979, Síða 59
ANDVARl JONAS GUÐLAUGSSON SKALD 57 um og fyrirætlunum. Hann ætlaði sér það ákveðið að verða mikið skáld. Þegar honurn þótti það ganga of seint hér heima, hélt hann enn utan og fór nú til Noregs og svo til Danmerkur til þess að gerast þar skáld á annarlega tungu. Fleiri fóru héðan um þessar sömu mundir, og var þá misjafnlega fyrir þeim spáð og oft hnjóðað í þá fyrir tiltækið. Þessir menn fóru tiltölulega hljóðalaust - það var Jónas Guð- laugsson, sem helzt lét til sín heyra um ástæður og tilgang brottferðarinnar og var ekki myrkur í máli: Þið spyrjid, - og horfid mig hlæjandi á Hvers vegna ég vindi upp trafid? þad fáid þid kunningjar sídar ad sjá, nú sigli ég beint út á hafid! segir hann í einu kvæði frá þessum árurn og heldur áfram: í fjöldans augum ég finn ekki náð, eða frama á þeim breiða vegi, en bak við hafið mín bíður láð svo bjart eins og sól á degi. Lát hina syngja sitt „kling“ og „klang“ og krjúpa’ undir lofi og gjöfum, og æpa sitt guðsnáðar „dinglumdang“ yfir dáinna manna gröfum. Svo upp með seglin! Ég óttast ei neitt, það er ekkert sem för mína heftir. En verði frá knerrinum kjölfar breitt, þá komið þið hinir á eftir. En bili minn þróttur og bregðist mín gnoð, verði í bylgjunum landið grafið, þá stýri ég beint og strengi á voð og steypi mér syngjandi í hafið! Þetta kvæði er gott sýnishorn af tóntegund Jónasar Guðlaugssonar frá þess- um árum, þegar hann er að losna héðan frá íslandi og heldur burtu. Þessi tón- tegund var að vissu leyti líka nokkuð sérkennileg fyrir Jónas Guðlaugsson gagn- vart ýmsum jafnöldrum hans, eða þeim, sem voru á næstu grösum. Þeir ortu eins og ungir menn gera oftast um það, hvað lífið sé erfitt og ástin sorgleg, eða að dauðinn bíði á bak við þá. Jónas Guðlaugsson átti að vísu nokkuð af þessari tóntegund, en losaði sig fljótt við hana: Eg hef sungið um sólleysis daga, þegar sortanum fyrir brá, en á bak við bólstrana svörtu ég birtuna alltaf sá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.