Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 61

Andvari - 01.01.1979, Side 61
AÍXDVARI JÓNAS GUÐLAUGSSÓN SKÁLD 59 í Dagsbrún voru ýmis góð kvæði, létt og mild eða kvæði með braki og brest- um hins ófeimna og stundum sjálfumglaða manns, en líka hins viðkvæma unga manns með leitandi hug og leikandi ljóðgáfu. Eg man fyrst eftir Jónasi Guðlaugssyni einhverntíma á þessum árum, þegar ég var -strákur, en hann í skóla. Hann stóð á steintröppunum fyrir framan hús Kr. Þorgrímssonar í Kirkjustræti, hann stóð þar kyrr drykklanga stund og horfði í kringum sig og horfði niður á mig og hina á götunni, sem ég man nú ekki hverjir voru. Hann hafði víðan flibba og stórt hálsbindi, hálfflaksandi, líkt og ég hafði séð á myndum af Byron lávarði, hann hafði göngustaf undir hendinni og hnúður á endanum og dró hægt og fyrirmannlega, eins og hæfði fornri ætt hans á Skarði, rauða hanska á hendur sér. Hann átti sér nú marga formælendur og eignaðist á næstu árum aðdáendur, þegar ljcðagerð hans óx og þroskaðist. Því að það einkennilega skeði, og fremur sjaldgæfa, að Jónas Guðlaugsson gat orðið ljóðskáld á framandi tungu. Mörg heilsteyptustu, beztu og innilegustu kvæði hans urðu til erlendis og á dönsku eða norsku. Þar gaf hann út á árunurn 1911-1914 kvæðabækurnar: Sange fra Nord- havet, Viddernes Poesi og Sange fra de blaa Bjærge. Fyrstu bókina kallaði hann á titilblaðinu íslenzk kvæði, og því fór fjarri, að hann hætti að vera Islendingur. Yrkisefni hans voru íslenzk fyrst og fremst, og þar af leiðandi nokkuð nýstárleg i Danmörku og Noregi á þeim tíma. Hið sérkennilega íslenzka í efni og formi hefur átt sinn þátt í því að vekja þar athygli á kvæðunum, þó að þetta út af fyrir sig hefði ekki verið nóg til þess að gera góð kvæði, ef hin ríka ljóðgáfa og hið næma eyra Jónasar Guðlaugssonar fyrir rnáli og ljóðalagi hefði ekki komið til. Danskir og norskir ritdómarar tóku tveim höndum kvæðum hans, og það hafði svo, eins og gengur, aftur áhrif hér heima. Annars höfðu Jónasi hlotnazt lofleg um- mæli ýmissa dómbærra manna á Islandi, áður en hann fór og eftir að Dagsbrún kom út, t. d. sagði Þórhallur biskup í Nýju Kirkjublaði, að hann gæti trúað því, að sá tími kæmi, - eins og Jónas sjálfur efaðist aldrei um - og kvað um djarflega og skemmtilega, - að hann yrði talinn með íslenzkum öndvegisskáldum. í bréfum frá Steingrími Thorsteinssyni og Hannesi Hafstein eru til frá þessum árum lof- samleg ummæli um ljóð hans. Sum kvæði sín orti Jónas bæði á íslenzku og dönsku. Sum viðfangsefnin voru úr sögunum: Um Vínland, Eirík rauða og Leif heppna. íslenzkt stolt var ávallt ofarlega í honum, eins og í Sange fra Nordhavet: Det Folk som har mig jostret, har baaret store Dromme - Þar fvrir þóttist hann ekki þurfa að strika yfir gagnrýnina: Jeg mœrker mit Folk er det samme som jor, det bruger sin Tid til at sove. Hann fann til útlegðar sinnar og kallaði sig - i Sange frá de blaa Bjærge - en Flygtning uden Land. Sú bók er tileinkuð konu hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.