Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 68

Andvari - 01.01.1979, Blaðsíða 68
66 ltUTH CHRISTINE ELLISON ANDVARI indi, farsótt eða nokkurs konar neyð, en bréf hans birtist í T'he Times 28. september. Hann var þá nýkominn úr sex vikna skemmtiferð um Island og sagðist ha'fa siglt í ágúst norður um land og komið við á öllum höfnum. (Lík- legast má telja, að hann hafi farið með póstskipinu Valdimar, sem 1882 kom til Reykjavíkur 30. ágúst „í fyrsta sinn norðan um land. Hafði hann þá komizt á flestar hafnir, er hann átti að !koma á nema Akureyri; hann komst eigi lengra inn eftir Eyjafirði en að Hrísey" vegna hafíssins. Isafold 8. september 1882.) Hvarvetna sýndist Paterson sauðfé og 'hestar í góðum holdum, hann naut a'lls staðar hinnar mestu gestrisni, og í Húnavatnssýslu hefði hann dáðst að því mikla magni af góðu heyi, sem bændur voru að 'hirða af túnunum. Ekkert vant- aði nema kannski luxusvörur eins og kaffi og sykur, og mislingarnir („ósköp venjulegir mislingar") væru alveg úr sögunni. Loks vitnar hann til bróður síns, konsúlsins í Reykjavík, og segir, að „hann hefði engar upplýsingar fengið, sem sannað gætu, að noikkur neyð ríkti nokkurs staðar á íslandi“. Samskotanefndin svaraði þessu í The Times 3. október með því að vitna i bréf, sem sjálfur konsúllinn hafði skrifað öðrum bróður sínum, Thomas G. Paterson, 5. maí. Þá hafði Spence Paterson konsúll skrifað: Ur því að klaki er í jörðu og hey allt búið, eru fé og hestar óðum að drepast. Ástandið er að nokkru leyti eins um land allt, en verst er í Rangárvallasýslu, þar sem (ef upplýsingarnar eru ekki stórýktar) margt fólk hefir misst allt búfé og er sjálft að hungurdauða komið. Tliomas G. Paterson, sem sendi nefndinni bréf konsúlsins, hafði bætt við, að ástandið hefði farið síversnandi síðan. Ekki dugði þetta svar samskotanefndarinnar lengi. Hinn 3. október birtist og í The Times annað bréf frá Thomas G. Paterson, þar sem hann segir, að þótt rétt væri haft eftir Paterson konsúl, halfi hann nú skipt um skoðun. „Þar eð Paterson konsúll hefir nú sjálfur kannað þessi svæði, hefir hann gengið úr skugga um, að upplýsingarnar höfðu við engin rök að styðjast.“ Lh'að ástand- ið á Norðurlandi snertir, hefir Thomas Paterson fengið bréf, skrifað 4. september, frá Jóni Andréssyni Hjaltalín, skólastjóra Möðruvallaskóla. Hann skrifar: Skortur er á mörgum vörum, svo sem kaffi og sykri, en ekkert hallæri eða hungurs- neyð er hér um slóðir. Þótt árferðið hafi verið hart, neyddist ég til að viðurkenna. að uppskerubrestur er engu meiri hérlendis en í mörgum löndum öðrum. Nú svaraði nefndin með því að láta prenta bréf í The Times 7. október frá H. M. Keone nokkrum, sem hafði verið á Islandi í júní og júlí. Llann skyrir frá alvarlegum afleiðingum mislinganna og segir svo: Eg get líka borið vitni um, að skortur var á matvörum og hestarnir hálfsveltandi. Ennfremur tjáði mér herra Paterson, brezki konsúllinn, sem ég ræddi rnjög oft við, að neyðin var og hefði verið mjög rnikil - á mörgum bæjunt lægi heimilis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.