Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 90

Andvari - 01.01.1979, Page 90
88 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI minnsta kosti að verða að veruleika. „Bayreuth" átti eftir að koma til sögunnar, með tuttugu ríkismarka aðgangseyri, með kóngum og keisurum, alþjóða pen- ingamúgi og andstyggilegum Wagner-skriffinnum á áhorfendabekkjum, með brösk- urum og húsnæðisokrurum um allan bæ og íburðarmiklum veizlum og garð- samkvæmum, þar sem skotið var flugeldum í hinni hreint ekki „Wahn-“, þ. e. villu- eða vímu-, né vammi-firrtu „Villa Wahnfried“. Það var fjarstæðan í reynd og raun: die arrivierte Utopie, - og Nietzsche flýði!“ Já, Nietzsche, hinn mikli fylgis- og forvígismaður Wagners, sem daginn fyrir frumsýninguna sagði, að hér, þ. e. í Bayreuth, „myndum við á morgun meðtaka sakramentið fyrir orrustuna“, - flýði af hólmi, og lézt hneykslaður á „hinum ídealistísku lygum og slævingu samvizkunnar“, sem hann nefndi svo, - og sneri baki við Wagner. Verra átti eftir að koma síðar. A dögum „þriðja ríkisins“ lá við sjálft, að Hitler kæmi óorði á Wagner og Bayreuth með því að stíga í væng- inn við frú Winifred, drottna yfir leikhúsinu og eigna sér ýmsar af skoðunum og rómantískum firrum Wagners, sem hann taldi sér og flokk sínum hentilegar, ekki sízt hetju- og náttúrudýrkun hans og andspyrnu við „siðakúgun sívilísasjónar- innar“, sem Wagner kallaði svo. „Meistarasöngvararnir“ var eftirlætissöngleikur Hitlers, og mun óbeit Wagners á „völsku hjómi og völskum hégóma“ og sá þjóð- rembingur, sem í þessu snjalla verki leynist, hafa verið mjög að skapi „foringjans“. Hinsvegar er vandséð, hvað kærleiksboðskapur „Hringsins“ gat átt skylt við ver- aldargirnd og valdastreitu nasista. En það er gömul saga, að enginn er óhultur fyrir annars falsi, allra sízt umbótamenn og siðapostular. Veldi Hitlers fórst í eldi eins og hinn spillti heimur í verki Wagners, - en Bayreuth blífur! Ég átti þess kost, sumarið 1968, að koma til Bayreuth og sjá „Niflungahring“ Wagners í fyrsta sinn á ævinni, allt verkið í heild og á sínum rétta stað. Þessi ferð mín var engri annarri lík, sem ég hefi farið um dagana, því að þetta var engin venjuleg reisa, heldur mín fyrsta „suðurganga“, ef svo má segja. Ég fór þangað til þess að drekka „hinn hreina mjöð Baugregins", þ. e. Wagners, og fann angan hans þegar fyrir vitum mér, því að allt gott, sem við eigum í vændum, gerir boð á undan sér. Hugur minn var sem í álögum, og er ég sveif á „Gullfaxa" ofar skýjum undir síglaðri sól með Völsungasögu á knjánum, fannst mér ég vera á leið inn í hinn eldforna heim goðsagnarinnar, mýtunnar, og sá allt í birtu hennar. Arnar, sem blikuðu gullroðnar undir okkur í sólskininu og greina mátti úr skýja- rofum, vöktu drauma um hina gullfrægu Rín, en lestin, sem ég síðar ók í frá Nurnberg til Bayreuth - þangað kemst enginn fljúgandi - tók á sig líki ormsins Fáfnis, er hún skreið í hlykkjum út í náttmyrkrið, fnæsandi og veinandi. Þessi vírna rann fyrst af mér, þegar ég stóð á tröppum járnbrautarstöðvarinnar í Bayreuth og beið eftir bíl til að aka mér til gistihússins „Haus Weihenstephan“, þar sem ég taldi mér náttstað vísan. Þar varð ég samt að hírast í baðherbergi hótelsins fyrstu nóttina, þar eð öll herbergi voru setin af ferðalöngum. En til Bayreuth var ég kom- inn! - Ég reyndi að hagræða mér á beði við hlið baðkersins og sofnaði um síðir, úr- vinda, eftir hina löngu dagleið utan af íslandi. Daginn eftir skoðaði ég borgina. Bayreuth er myndarleg borg; hún á margar merkilegar minjar og er tignar- legri en ætla hefði mátt urn ekki stærri borg. íbúar eru þar færri en í Reykjavík.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.