Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1979, Qupperneq 93

Andvari - 01.01.1979, Qupperneq 93
andvari AIEÐ WAGNER í BAYREUTH 91 hennar er valdafíknin, hin kærleiksvana eigingirni, gullæðið, en af víxláhrifum beggja skauta mótast framvinda sögunnar, mótspil manna og guða, sjálfstæðis og örlaga, einstaklings og heildar. Hringurinn er ímynd máttarins, sem allt bindur og umlykur, sem breytir auðn í veröld; hann er tákn hins hverfanda hvels í tímans rás og hins eilífa endurhvarfs alls til upphafs síns. Gullhringurinn, sem valdræn- inginn Alberich smíðar úr ósnortnu gulli fljótsins eftir að hafa hafnað og formælt kærleikanum, er tákn veraldarvaldsins, girndarinnar, - hann er bölvaldurinn, sem spillir og tortímir þeirn, sem eignast hann. Fyrst þegar Brúnhilde (þ. e. Brynhildur) hefir gengið undir skírslu þjáningarinnar, fylgir hetjunni Siegfried (þ. e. Sigurði) hinum goðumborna, „frjálsa" og saklausa manni á bálið og varpar hringnum aftur í fljótið, leysist veröldin undan bölvun valdsins. Vatn og eldur umlykja heimsmynd goðsögunnar. Veröldin rís af öldum Rínar, en ferst í ragnarökkri eldsins. En af öskunni rís hin nýja, æðri veröld. Ragnarökk- ur „Hringsins" eru heimsslitin í huga Wotans, - Óðins, alföðurins, sem vill sín eigin endalok. Að baki hans og alls, sem gerist á sviðinu, er tónskáldið. Tón- skáldið veit allt fyrir og opinberar okkur það með tónlistinni, sem, eins og hann sagði, er frumvaki verksins. Tónlist Wagners er ein óslitin tónarás, síhvikult hreyfiafl þess, er fram fer í sjónarspili sviðsins. Hver persóna, guð, vættur, vera, - hvert náttúrufyrirbrigði, hver kennd og hugsun samsvarar ákveðnum tónamynd- um, táknstefum eða kennistefum, - „leitmotiv“-um, sem tónlistin tjáir okkur, og verða þeir er sjá og heyra að kunna skil á þeim til þess að geta notið leiksins til fulls. En sá sem skilur, veit sem völvan allt, sem var og er og verður, - sér hið óorðna fyrir og hið orðna í því, sem í upphafi var. Þríhljómurinn, sem verkið hefst á, er um leið upphaf tónlistar, eða sá mystiski hljómur, sem skáldið E. T. A. Hoffmann sagði að „allir aðrir hljómar væru aðeins glitur af eða stjörnur, er spynnu um oss geislaham og byrgju oss í þeim hjúpi, þar til sál vor fljúgi til sólar.“ Þykir mér líklegt, að Wagner hafi haft þessa lýsingu skáldsins í huga, þegar hann valdi sér Es-dúr þríhljóminn að upphafstónum, enda vel kunnugur kenningum og skáld- skap Hoffmanns. „Hljóðfærin“ - segir Wagner - „tákna frumöfl sköpunarmáttar- ins og náttúrunnar. Það, sem þau tjá“ - segir hann - „er raunar ósegjanlegt og verður ekki skilgreint, af því að þau gefa frumkenndina sjálfa til kynna, er brýzt fram úr djúpi upphafsins, þess er var, jafnvel áður en maðurinn varð til og gat skynjað hana. Mannsröddin er annars eðlis. Hún tjáir innstu kenndir hjartans, sem allar eiga eitthvert takmark. Hún er þessvegna túlkandi í eðli sínu, hún er sérstæð og ákveðin. Það, sem gera þarf, er að fella þessa tvo miðla hvorn að öðrum °g saman í eina heild, tefla tilfinningum hjartans, sem söngröddin tjáir, gegn blindri frumkenndinni, takmarkalausri og óstöðvandi, sem hljóðfærin lúta, en það lægir ofsa hennar og býr þverstreymi beggja beinan farveg. En hjartað víkkar °g vex um leið og það fyllist frumkenndinni og getur þá, með guðlegum andvara, greint hið æðsta, sem áður var því hulið og meinað að skynja nema í óljósri mynd.“ Frumkenndin, sem Wagner talar um, þ. e. lífshvötin sjálf, hinn síkviki, blindi vilji náttúrunnar í okkur, hið innsta og dýpsta eðli mannsins, sem siðferðisvitund- m agar og bindur, en tónlistin leysir og göfgar. Tónlistin er táknmál þeirrar vitundar, sem við vitum ekki af, æðri sem lægri. „Orð og tónar,“ - segir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.