Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 95

Andvari - 01.01.1979, Side 95
STEPHAN G. STEPHANSSON: Níu bréf til Magnúsar Jónssonar frá Fjalli Kristmundur Bjarnason bjó til prentunar I Bréfum og ritgerðum Stephans G. Stephanssonar birtust sjö bréf hans tii Magnúsar Jónssonar frá Fjalli. Hvernig sem því víkur við, hafa bréf Stephans ekki öll skilað sér, þegar safnað var til útgáfunnar. Þau níu bréf, sem hér birtast, munu hafa borizt til Skagafjarðar, ásamt öðrum bréfum úr fórunr Magnúsar, haustið 1942 cða litlu síðar, og cru þau nú eign Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Magnús Jónsson fæddist 17. júlí 1851 á FIóli í Sæmundarhlíð. Foreldrar hans voru hjónin Jón hreppstjóri Jónsson hóndi á Hofi og Sigríður Magnúsdóttii' hónda og hreppstjóra á Haildórsstöðum i Laxárdal i Suður-Þingevjarsýsiu. Magnús k\ænt- ist (1874) Margréti Unu Grímsdóttur, fæddri 12. janúar 1848. Foreldrar hennar voru Grímur Jónsson „berhenti", sem lengi var Norðurlandspóstur. Hann bjó á hjalli í Sæmundarhlíð frá 1849 og lézt þar. Kona hans var Ingibjörg Guðmundsdótt ir frá Vatnshlíð. - Magnús Jónsson settist í bú á Fjalli 1877 og kenndi sig síðan við þann bæ. Þar bjuggu þau hjón, unz þau fluttust til Kanada 1887; námu land í Víðinesbvggð í Nýja-íslandi, síðan í Argyle, en fluttust til Blaine á Kyrrahafsströnd 1902, og áttu síðan lengstum heima þar og í grennd. Margrét lézt í ágúst 1934, Magnús í marz 1942. Aska hans var send til bernskustöðva og jarðsett í heimagraf- reit á Hafsteinsstöðum 13. september s. á. Magnús hneigðist snennna til heimspeki og ritstarfa. Árið 1909 gaf hann út bækling, Lífsskoðun, og 1920 Vertíðarlok, fvrra bindi, hugleiðingar og minningar- greinar; síðara bindi þess ritverks kom út 1933. Magnús varð blindur laust fyrir 1920. Trúlega hafa lítil kvnni verið með þeim Stephani og Magnúsi heima á íslandi, þau fvrst tekizt að marki, er Stephan fór í ferðalag vestur á Kyrrahafsströnd fvrri hluta vetrar 1913 og var þá gestur þeirra í Blaine. Hitt verður að telja víst, að Stcphan og Margrét hafi verið vel kunnug i æsku, því að stutt bæjarleið er milli Víðimýrarsels og Fjalls. Og naumast er það tilviljun ein, að Stephan sendir þeim hjónum einmitt kvæðið Berjamó, þar sem hann öðrum þræði rekur minningar frá bernskudögum. - Nokkrar orðalagsbreytingar gerði hann síðar á kvæðinu, svo sem sjá má við samanburð. Staf- og merkjasetning bréfa Stephans er hér færð í sama horf og í útgáfu Bréfa hans og ritgerða 1938-48. Er fróðlegt þeim, er þau hafa við höndina, að lesa bréf Stephans sjö til Magnúsar, sem þar eru birt, en líklegt er, að Magnús hafi á sínum tírna \alið þau úr til birtingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.