Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 99

Andvari - 01.01.1979, Side 99
andvari NÍU BRÉF 97 arheimi" Guðm. Finnbogasonar, og „Til- finningalífið", í Ársriti háskólans, eftir Ágúst Bjarnason. Ég minnist á þetta tvennt, af því það er eftir „hugsandi menn“, eins og þú ert sjálfur. En margt er nú fleira og hópnum hæfara, svo sem tímaritin heima, þrjú. Hér er and- legt hallæri, eldgoss-aska enskrar Kötlu, a sorpblaða sinu-þúfum óræktar skekla, eins og Lögbergs og „Kringlu“. Vertu blessaður. Þinn Stephan G. Markerville, Alta, 4. apríl 1919. Góðvinur Magnús minn. Þökk fyrir bréf þitt, og fáein orð í flaustri, sé þér nokkur stundar-stytting í að heyra þau lesin. Eins og þú kannske hefir séð í blöðunum, á ég allannríkt í þeim við Árna og Ottensona, skáldfífl °g Skinna-Þóra, útaf dauðra manna beinum í fyrstu, en nú orðið útaf því eiginlega, hvílíkur ótætisstrákur ég sé, að vera ekki á sama máli og viss heldri manna (sem þykjast) samsuða, af því Jslendingar yfir höfuð hafi verið mér vænir, og þeir sjálfir, óbeðnir af mér, einhverntíma fylgt mér bæjarleið, eða boðið mér að borða. Mest er ég hissa á, að greindir menn, sem eiga að vera, skuli ekki sjá, að svona eftirtölur verða varia þeim né þeirra máli til sæmdar. En gaman hefi ég af þessum náttúru- steinum, hvernig þeir koma í ljós. Þar að auki hefi ég gripi mína enn á fjós- hendi minni, þó veturinn sjálfur sé nú h'klega á förum senn, verður enn langt 1 land, að þeir geti gengið sjálfala. Mér verður því allt svifaseint í bréfaskipt- um. Að vísu er „Voröld" ekki það sem hún gæti verið, en stefna hennar er rétt, Þó ekki sé hún nógu glöggt mörkuð. og eina blaðið er hún þó, sem hefir góð- an vilja og dálítið vit. Hin eru blátt fram sagt orðin bullandi skaðræði máli og menning okkar, sem ekkert lagar, nema fjárhagslegur horfellir þeirra. Þau eiga enga samvizku né siðalögmál annað en inntektir sínar, nú orðið, enda er slíkt fyrir löngu orðið alþekkt veraldar-plága, eins og svartidauðinn nú, og eina ráðið er að forðast umgengni við þau. Þig grunar, að Siggi Júl. hafi horn í síðu þína, af því hann hafi ekki tekið grein frá þér. Getur verið, en þarf ekki þó. Hann er flughani, í öllum útbrotum, þrátt fyrir aðra kosti sína - gleymir og kastar höndum til margs. - Hann hefir ekki tekið sumt eftir mig, en mér er alveg sama. Við skrifumst aldrei á, ég sendi honum ruslið mitt nakið. Veit þó, að hann er mér vinveittur, að öllu sam- anlögðu. Sé hann þér andstæður, er það vegna þess, líklega, að honum finnst þú fremur hugspekingur en átektamaður á málefnum almennings. Ég get þess aðeins til. Við Sig. Júl. höfum hitzt í skyndi tví- eða þrí-vegis, og mat hans á öllum einstaklingum er mér ókunnugt, en yfir höfuð hygg ég hann ekki lausan við auðtryggni, ef fagurt er mælt. Enn er ég samur og jafn - áhugalaus um, hvað við taki! - Farsæld Islendinga og heimsins hérna yfir höfuð er mér annara um en eilífðarmálin, svo köll- uðu, án þess þó ég amist við þeim. Mér nægði sú sæla að vita mig hafa eytt sjálfum mér upp í það, sem ég ann og þykir fagurt og satt. Auðvitað verður sú orustunótt „há- reist og hörð“, eins og Þorsteinn kvað, sem kæmi þjóðræknismáli okkar á góð- an rekspöl, en slíkt er aldrei að undrast. Nú eru síðustu forvöð með það mál, áður en við eldri menn göngum allir fyrir stapann, og aðstaðan ekki svo ill, því stórþjóðadýrkunin hefir aldrei orðið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.