Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 109

Andvari - 01.01.1979, Síða 109
andvari GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 107 í næsta kapítula hefur dæmið snúizt við, þar er Þór orðinn lítilmagninn frammi fyrir Skrými jötni, og er viðureignin við hann þó aðeins forleikur að því, er Þór átti eftir að reyna í höll Utgarða-Loka. En Skrýmir segir svo að skdnaði við Þór og förunauta hans: „Heyrt hefi ek, at þér hafið kvisat í milli yðvar, at ek væra ekki lítill maðr vexti, en sjá skuluð þér þar stærri menn, ef þér komið í Útgarð. Nú mun ek ráða yðr heilræði. Látið þér eigi stórliga yfir yðr. Ekki munu hirðmenn Útgarða-Loka vel þola þvílíkum kögursveinum köpuryrði. En at öðrum kosti hverfið aftr, ok þann ætla ek yðr betra af at taka. En ef þér vilið fram fara, þá stefnið þér í austr, en ek á nú norðr leið til fjalla þessa, er nú munuð þér sjá mega.“ Komu Þórs og þeirra félaga til Utgarðs er lýst mjög skemmtilega á svo- felldan hátt: Þórr fór fram á leið ok þeir félagar ok gekk fram til miðs dags. Þá sá þeir borg standa á völlum nökkurum ok settu hnakkann á bak sér aftr, áðr þeir fengu sét yfir upp, ganga til borgarinnar, ok var grind fyrir borghliðinu ok lokin aftr. Þórr gekk á grindina ok fekk eigi upp lokit. En er þeir þreyttu at komast í borgina, þá smugu þeir milli spalanna ok kómu svá inn, sá þá höll mikla ok gengu þannig. Var hurðin opin. Þá gengu þeir inn ok sá þar marga menn á tvá bekki ok flesta ærit stóra. Því næst koma þeir fyrir konunginn Útgarða-Loka ok kvöddu hann, en hann leit seint til þeira ok glotti við tönn ok mælti: „Seint er um langan veg at spyrja tíðenda, eða er annan veg en ek hygg, at þessi sveinstauli sé Öku-Þórr? En meiri muntu vera en mér lízt þú, eða hvat íþrótta er þat, er þér félagar þykkizt vera við búnir? Engi skal hér vera með oss, sá er eigi kunni nökkurs konar list eða kunnandi um fram flesta menn.“ Þór hyggst fyrst, sjáum vér, ganga á grindina, en þegar hann fær henni ekki upp lokið, verða þeir að láta sér lynda að smjúga á milli spalanna! Hér verður ekki rakin frásögn af þeim íþróttum öllum, er Þór og félagar hans þreyttu við menn Útgarða-Loka, heldur látið nægja að taka eitt dæmi, er vér rekumst á aftur síðar í öðru verki Snorra, Heimskringlu, og skemmtilegt er til samanburðar. En hann hefur þar, svo sem einnig verður hér hugað nokkuð að, haft fyrir sér frásögn í eldra riti, Morkinskinnu. Fer hér nú fyrst Eddukaflinn: Þá spyrr Útgarða-Loki, hvat sá inn ungi maðr kunni leika, en Þjálfi segir, at hann mun freista at renna skeið nökkur við einhvern þann, er Útgarða-Loki fær til. Hann segir Útgarða-Loki, at þetta er góð íþrótt, ok kallar þess meiri ván, at hann sé vel at sér búinn of skjótleikinn, ef hann skal þessa íþrótt inna, en þó lætr hann skjótt þessa skulu freista. Stendr þá upp Útgarða-Loki ok gengr út, ok var þá gott skeið at renna eftir sléttum velli. Þá kallar Útgarða-Loki til sín sveinstaula nökkurn, er nefndr er Hugi, ok bað hann renna í köpp við Þjálfa. Þá taka þeir it fyrsta skeið, ok er Hugi því framarr, at hann snýst aftr í móti honum at skeiðsenda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.