Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 112

Andvari - 01.01.1979, Side 112
110 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAEI er þreytt þrisvar. í fyrsta sinn hefur Hugi aðeins vinninginn, í annað sinn „var langt kólfskot til Þjálfa“, og síðasta skiptið var Þjálfi ekki kominn á mitt skeið, þegar Hugi var kominn til skeiðsenda. Hið frumlegasta í sögunni er, að Þjálfi er látinn þreyta „rásina við þann, er Hugi hét, þat var hugr minn, ok var Þjálfa eigi vænt at þreyta skjótfæri við hann,“ eins og Útgarða-Loki kemst að orði, er hann lýsir fyrir Þór að skilnaði þeim sjónhverfingum, er hann hafði gert honum. I Morkinskinnu og Heimskringlu er sá munurinn, að þar þreytir maður skeiðið við hest. Aðdragandi í Morkinskinnu er annar en í Heimskringlu, og eins fylgist Sigurður konungur þar með veðmálinu frá upphafi og var við- staddur kapphlaupið, en fréttir ekki af því eftir á, svo sem í Heimskringlu. í Morkinskinnu vinnur Haraldur þegar í fyrstu lotu, en lætur tilleiðast að renna öðru sinni, þegar hann finnur metnað konungssonar. Er það þá sem Magnús brigzlar Haraldi um að hafa haldið í gagntakið, og bjuggust þeir því til hins þriðja skeiðsins. I Heimskringlu fylgir Haraldur jafnan bæginum (þ. e. bógi hestsins) á fyrsta skeiðinu, og gefur Magnús þá í skyn, að hann hafi haldið í gagntakið og hesturinn þannig dregið hann. I annarri lotu brigzlar hann honum um að hafa tekið of snemma til (þ. e. þjófstartað, eins og það heitir nú á vondu máli íþrótta- manna), og reyna þeir því með sér enn einu sinni. I báðum frásögnunum brá Magnús í þetta skipti fyrr við, en þegar á skeiðsenda kemur, var Haraldur svo langt á undan, að hann lagðist niður og spratt svo upp og heilsaði frænda sínum, er liann kom. Sú mynd er vissulega skemmtilegur endir á þessari sérstæðu sögu. Allir, sem lesa Egils sögu, finna fljótt, að hötundur hennar kann vel að gera að gamni sínu, en þeir átta sig ekki á því fyrr en eftir margan lestur, hve fjölþætt gaman hans er og sumir drættir þess fínir. Egils saga er smíðuð úr ýmsum efnivið, og er þar áþreifanlegastur kveðskap- ur aðalsöguhetjunnar. Hefur höfundur greinilega oftsinnis sótt gaman í hann, og liggur því beinast við að rekja þann þátt fyrst að nokkru, en benda síðan á hliðstæður, eftir því sem efni standa til. Flestir hallast nú að því, að Egill Skalla-Grímsson hafi síðar á ævi ort vísur þær, sem honum eru eignaðar þrevetrum í 31. kapítula sögunnar: Kom- inn emk enn til arna - og - Síþögla gaf söglum. Vísur þessar sverja sig í ætt við annan kveðskap Egils, eiga samleið með erindi sem 50. v. sögunnar: Börðumk einn við átta þar sem skáldið rifjar upp löngu liðinn atburð og ýkir þá allfrækilega. Ég birti nú umræddan kafla 31. kapítula, en ræði síðan einstök atriði. Þat vár fór Yngvarr til Borgar, ok var þat at orendum, at hann bauð Skalla- Grími til boðs út þangat til sín ok nefndi til þeirar ferðar Beru dóttur sína ok Þórólf son hennar ok þá menn aðra, er þau Skalla-Grímr vildu, at færi. Skalla-Grímr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.