Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 119

Andvari - 01.01.1979, Page 119
ANDVAHI GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 117 Egill, at mjöðdrekku þá vill hann hafa at afnámsfé, er hann fór með, en hon var reyndar full af silfri. Þeir Þórólfr urðu allfegnir, er Egill kom ofan. Heldu þeir þegar frá landi, er morgnaði. Aki ok þeir feðgar váru í sveit Egils. Þeir sigldu um sumarit, er á leið, til Danmarkar ok lágu þar enn fyrir kaupskipum ok ræntu þar, er þeir kómust við. í næsta kapítula segir frá hernaði þeirra Egils í Danmörku, en Áka var þar kunnigt . . . bæði á sjó ok landi. Spurði Egill hann mjök eftir, hvar þeir staðir væri, er stór féföng myndi fyrir liggja. Hið þögla sjónarspil, er Egill gengur 'fyrir Aðalstein konung eftir fall Þórólfs, nær hámarki, þegar konungur gefur Agli gullhring mikinn og góðan, réttir hann á blóðreflinum yfir eldinn til Egils. En þegar Egill hafði dregið hringinn á hönd sér, fóru brýn hans í lag (eins og áður er að vikið), hann drekkur, yrkir og mælir við aðra menn. Konungur lætur ekki sitja við hringgjöfina eina, heldur biður hann Egil þiggja margar fégjafir og m. a. tvær kistur, fullar áf silfri, er hann kveðst senda Skalla-Grími í sonargjöld. En sumu fé skyldi Egill skipta með frændum þeirra Þórólfs. „Egill tók við fénu ok þakkaði konungi gjafar ok vinmæli. Tók Egill þaðan af at gleðjast." Egill fer um vorið eftir til Noregs og gengur að eiga Ásgerði mágkonu sína, ekkju Þórólfs, en heldur síðan til Islands og situr um veturinn fjölmennur með Skalla-Grími að Borg. Egill hafði þar ógrynni fjár, en ekki er þess getit, at Egill skipti silfri því, er Aðalsteinn konungr hafði fengit honum í hendr, hvárki við Skalla-Grím né við aðra menn. Egluhöfundur kemur aftur að þessu silfri síðar í sögunni, í 58. kap., er Skalla-Grímur kveður Egil hinzta sinni: Ok er Egill var búinn, þá gekk Skalla-Grímr út með honum ok hvarf til hans, áðr Egill steig á bak, ok mælti: „Seint þykki mér þú, Egill, hafa greitt fé Þat, er Aðalsteinn konungr sendi mér, eða hvernig ætlar þú, at fara skyli fé þat?“ Egill segir: „Er þér nú féfátt mjök, faðir? Ek vissa þat eigi. Þegar skal ek láta þik hafa silfr, er ek veit, er þú þarft, en ek veit, at þú munt enn hafa at varðveita eina kistu eða tvær, fullar af silfri.“ „Svá þykki mér,“ segir Skalla-Grímr, „sem þú munir þykkjast skipt hafa lausafé með okkr. Muntu láta þér vel hugna, at ek gera slíkt er mér líkar af því, er ek varðveiti.“ Egill segir: „Þú munt engis lofs þykkjast þurfa at biðja mik um þetta, því at þú munt ráða vilja, hvat sem ek mæli.“ Síðan reið Egill í brott, þar til er hann kom á Lambastaði. Var þar tekit við honum vel ok feginsamliga. Skyldi hann þar sitja Þrjár nætr. Þat sama kveld, er Egill hafði heiman farit, lét Skalla-Grímr söðla sér hest. Reið hann þá heiman, er aðrir menn fóru at sofa. Hann reiddi í knjám sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.