Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 120

Andvari - 01.01.1979, Page 120
118 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI kistu vel mikla, en hann hafði í handarkrika sér eirketil, er hann fór í brott. Hafa menn þat síðan fyrir satt, at hann hafi látit fara annathvárt eða bæði í Krumskeldu ok látit þar fara á ofan hellustein mikinn. Skalla-Grímr kom heim um miðnættisskeið ok gekk þá til rúms síns ok lagðist niðr í klæðum sínum. En um morgininn, er lýsti ok menn klæddust, þá sat Skalla- Grímr fram á stokk og var þá andaðr ok svá stirðr, at menn fengu hvergi rétt hann né hafit, ok var alls við leitat. Þá var hesti skotit undir einn mann. Hleypði sá sem ákafligast, til þess er hann kom á Lambastaði. Gekk hann þegar á fund Egils ok segir honum þessi tíðendi. Þá tók Egill vápn sín ok klæði ok reið heim til Borgar um kveldit, ok þegar hann hafði af baki stigit, gekk hann inn ok í skot, er var um elda- húsit, en dyrr váru fram ór skotinu at setum innanverðum. Gekk Egill fram í setit ok tók í herðar Skalla-Grími ok kneikði hann aftr á bak, lagði hann niðr í setit ok veitti honum þá nábjargir. Þá bað Egill taka graftól ok brjóta vegginn fyrir sunnan. Ok er þat var gört, þá tók Egill undir höfðahlut Skalla-Grími, en aðrir tóku fótahlutinn. Báru þeir hann um þvert húsit ok svá út í gegnum vegg- inn, þar er áðr var brotinn. Báru þeir hann þá í hríðinni ofan í Naustanes. Var þar tjaldat yfir um nóttina. En um morgininn at flóði var lagðr Skalla-Grímr í skip ok róit með hann út til Digraness. Lét Egill þar gera haug á framanverðu nesinu. Var þar í lagðr Skalla-Grímr ok hestr hans ok vápn hans ok smíðartól. Ekki er þess getit, at lausafé væri lagt í haug hjá honum. Egill tók þar við arfi, löndum og lausum aurum. Réð hann þá fyrir búi. Þar var með Agli Þórdís, dóttir Þórólfs ok Ásgerðar. Athyglisvert er, að Þórdísar skuli vera getið í lok }>essarar frásagnar, en hún kemur einmitt við sögu, þegar sagt er undir lokin frá afdrifum silfursins Aðal- steins konungs. Egill var þá kominn suður að Mosfelli til Þórdísar og Gríms Svertingssonar, var á níunda tigi og þá hress maður fvrir annars sakar en sjón- leysis. Þat var um sumarit, er menn bjuggust til þings, þá beiddi Egill Grím at ríða til þings með honum. Grímr tók því seinliga. Ok er þau Grímr ok Þórdís töluðust við, þá sagði Grímr henni, hvers Egill hafði beitt. ,,Vil ek, at þú forvitnist, hvat undir mun búa bæn þessi.“ Þórdís gekk til máls við Egil frænda sinn. Var þá mest gaman Egils at ræða við hana. Ok er hon hitti hann, þá spurði hon: ,,Er þat satt, frændi, er þú vill til þings ríða? Vilda ek, at þú segðir mér, hvat væri í ráðagörð þinni.“ ,,Ek skal segja þér,“ kvað hann, „hvat ek hefi hugsat. Ek ætla at hafa til þings með mér kistur þær tvær, er Aðalsteinn konungr gaf mér, er hvártveggja er full af ensku silfri. Ætla ek at láta bera kisturnar til Lögbergs, þá er þar er fjölmennast. Síðan ætla ek at sá silfrinu, ok þykki mér undarligt, ef allir skipta vel sín í milli. Ætla ek, at þar myndi vera þá hrundningar eða pústrar, eða bærist at um síðir, at allr þingheimrinn berðist." Þórdís segir: „Þetta þykki mér þjóðráð, ok mun uppi, meðan landit er byggt.“ Síðan gekk Þórdís til tals við Grím ok sagði honum ráðagörð Egils. „Þat skal aldri verða, at hann komi þessu fram, svá mikluni firnum." Ok er Egill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.