Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1979, Síða 121

Andvari - 01.01.1979, Síða 121
andvahi GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 119 kom á ræður við Grím um þingferðina, þá talði Grímr þat allt af, ok sat Egill heima um þingit. Eigi líkaði honum þat vel, var hann heldr ófrýnn. At Mosfelli var höfð selför, ok var Þórdís í seli um þingit. Þat var eitt kveld, þá er menn bjuggust til rekkna at Mosfelli, at Egill kallaði til sín þræla tvá, er Grímr átti. Hann bað þá taka sér hest, - „vil ek fara til laugar.“ Ok er Egill var búinn, gekk hann út ok hafði með sér silfrkistur sínar. Hann steig á hest, fór síðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er þar verðr, er menn sá síðast. En um morgininn, er menn risu upp, þá sá þeir, at Egill hvarflaði á holtinu fyrir austan garð ok leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans ok fluttu hann heim. En hvárki kom aftr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar gátur á, hvar Egill hafi fólgit fé sitt. Fyrir austan garð at Mosfelli gengr gil ofan cr fjalli. En þat hefir orðit þar til merkja, at í bráðaþeyjum er þar vatnsfall mikit, en eftir þat er vötnin hafa fram fallit, hafa fundizt í gilinu enskir penningar. Geta sumir þess, at Egill muni þar fét hafa fólgit. Fyrir neðan tún at Mosfelli eru fen stór ok furðuliga djúp. Hafa þat margir fyrir satt, at Egill muni þar hafa kastat í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar ok þar skammt frá jarðholur stórar, ok geta þess sumir, at Egill mundi þar hafa fólgit fé sitt, því at þangat er oftliga sénn haugaeldr. Egill sagði, at hann hefði drepit þræla Gríms, ok svá þat, at hann hafði fé sitt fólgit, en þat sagði hann engum manni, hvar hann hefði fólgit. Egill tók sótt eftir um haustit, þá er hann leiddi til bana. En er hann var andaðr, þá lét Grímr færa Egil í klæði góð. Síðan lét hann flytja hann ofan í Tjaldanes ok gera þar haug, ok var Egill þar í lagðr ok vápn hans ok klæði. Þótt Egluhöfundur skopist enn víðara en hér hefur verið talið að fégirni Egils, hirðum vér ekki að rekja þau atriði öll. Egill gengur hvað eftir annað berserksgang í fjárheimtu sinni í Noregi, en er svo óheppinn, að hann tapar aftur því fé, sem hann hefur náð með ærinni fyrirhöfn og skapraun. Auðkenndu orðin í eftirfarandi málsgrein segja á einfaldan og neyðarlegan hátt frá þrásækni hans í þessu efni: Egill fór um vetrinn suðr í Sogn at landsskvldum sínum, dvaldist þar mjök ^eiigi. Síðan fór hann norðr í Fjörðu. Þegar hann um síðir gefst upp, teflir hann fram Arinbirni vini sínum, hefur meira að segja látið gera mjög vandað langskipssegl og fært honum að gjöf og enn fleiri gjafir. En þá er Arinbjörn fær engu um þokað og kemur aftur erindi lítt feginn, verður Egill „allófrýmn . . . þóttist þar mikils fjár missa ók eigi at réttu“. Að lokum lætur höfundur Arinbjörn lúka upp kistu, reiða þar úr fjóra tigu marka silfurs og gjalda Agli fyrir jarðir þær, er Ljótr inn bleiki hafði átt. Þykki mér þat sannligt, at þú hafir þessi laun af okkr Friðgeiri frændum fyrir þat, er þú leystir líf hans af Ljóti, en ek veit, at þú lézt mín at njóta. Em ek því skyldr at láta þik eigi lögræning af þvf máli.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.