Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1979, Side 122

Andvari - 01.01.1979, Side 122
120 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI Arinbjöm hagar svo til at nærgætni við Egil, að hann gerir þetta snemma einn morgun, þegar ekki var margt manna í herbergi hans, og auðvitað er Egill svo lítilþægur, að hann tekur við íénu og gerist „þá enn einteiti", eins og Egluhöfundur orðar það Agli til háðungar, vitaskuld. Þess verður þó að geta til örlítillar uppbótar, að höfundur lætur Egil ein tvö eða þrjú skipti sýna af sér ndkkura rausn. Elann spennir t. a. m. gullhring á hvora hönd Þórólfi bróður sínum látnum, og hann gelur Arinbirni hersi gullhringa þá tvo, er Aðalsteinn konungur hafði ge’fið honum. Vér höfum áður minnzt langskipssegls þess, er hann gaf Arinbirni, en þar leynir sér að vísu ekki, að hann sér til gjalda fyrir seglið. Ljóst er, að Egluhöfundi er hvers konar ágirni ofarlega í huga, og er bezt að Ijúka þessum kafla með lýsingu hans á ágirnd Haralds konungs hár- fagra í 4. kapítula sögunnar, en hún á ekki illa við á vorum dögum, þegar svo mjög reynir á hugkvæmni valdsmanna að finna sér ástæðu eða átyllu til sífellt nýrra skattaálaga: Haraldr konungr eignaðist í hverju fylki óðul öll ok allt land, byggt ok óbyggt, ok jafnvel sjóinn ok vötnin, ok skyldu allir búendr vera hans leiglend- ingar, svá þeir, er á mörkina ortu, ok saltkarlarnir ok allir veiðimenn bæði á sjó og landi þá váru allir þeir honum lýðskyldir. Vér höfum hér að framan sýnt ýmis dæmi þess, hversu Egluhöfundur sæikir efni í gaman sitt í kveðskap Egils sjálfs. En oft er það einnig, að frásögn hans öll miðar að því einu að láta gamansemi Egils njóta sín sem bezt. Svo er því t. d. farið um frásögn hans af Evvindi skreyju í 49. kap., en sá þáttur nær hámarki með þessari vísu Egils, er vér skulum líta nánara á: Gerðum helzti harða hríð fyr Jótlands síðu, harðisk vel, sás varði, víkingr, Dana ríki, áðr á sund fyr sandi snarfengr með lið drengja austr af unnar hesti Eyvindr of hljóp skreyja. Vér sjáum glöggt, hvernig Egill fer að: hann skjállar Eyvind í öðru orðinu, en hæðist að honum í hinu. Egill kallar hann snarfengan víking og kveður hann hafa barizt vel, er hann varði ríki Dana. En hríðin, sem þeir Egill gerðu að honum, var helzti hörð, og Eyvindur hleypur seinast með liði sínu, þ\4 er má, fyrir borð og bjargar sér svo. 'Egill heitir því snjalla bragði að ljúka erind- inu á viðurnefni Eyvindar, skreyju, sem merkir vesalmenni, lítilmenni, og eykur það stórum á hæðnistón vísunnar. Egill segir um sjálfan sig í 2. v. Arin- bjarnarkviðu, að hann sé „skaupi gnægðr/ skrökberöndum, þ. e. að liann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.