Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 126

Andvari - 01.01.1979, Page 126
124 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI mælti jarlinn: „Ekki ætla ek oss fara til borgarinnar. Vér fengum mikit orðaskak næst, er vér kómum til konungs, þá er vér höfðum farit ósigr fyrir Ólafi konungi, ok ekki mun honum þykkja batnat hafa várr kostr í þessi ferð. Mun nú ekki þurfa at ætla til sæmða, þar sem hann er.“ Síðan reið hann suðr á landit, ok er frá hans ferð þat at segja, at hann reið dag ok nótt, þar til er þeir kómu vestr á Jarlsnes. Fekk jarl sér þar far suðr um sæ ok kom fram á Vallandi. Þar átti hann kyn hálft. Kom hann aldregi síðan til Englands. Ummæli Aðalsteins konungs um Skota í 54. kap. eru 1 líkum anda: Þá mælti hann, at fyrir því liði skyldi vera Egill, - ,,en Þórólfr,“ sagði hann. „skal vera með liði sínu ok öðru því liði, er ek set þar. Skal sú vera önnur fylking í liði váru, er hann skal vera höfðingi fyrir, því at Skotar eru jafnan lausir í fylkingu, hlaupa þeir til og frá ok koma í ýmsum stöðum fram. Verða þeir oft skeinusamir, ef menn varast eigi, en eru lausir á velli, ef við þeim er horft.“ Egils saga gerir ekki endasleppt við Ármóð skegg. Fyrst þeysir Egill upp úr sér spýju framan í liann, en sníður seinna af honum skeggið við hökuna og krækir úr honurn auga. Ármóður hvggur auðvitað á hefndir, en verður lítt ágengt. Þegar liann um síðir þykist hafa gott færi á honum, fær hann þær fréttir, að Egill og menn hans hafi barizt við öfurefli liðs og sigrað. Þótti Ármóði þá „engi ván, at hann mvndi mega reisa rönd við Agli. Sat Ármóðr því heima við alla sína menn." Þá er loks ekki síður hæðileg öll frásögn Egluhöfundar af öxi þeirri, er Þórólfur færði Skalla-Grími föður sínum frá Eiríki konungi blóðöx. Þegar vér minnumst vísu Skalla-Gríms og þeirrar frásagnar, sem höfundur liéfur spunnið úr henni, verður fundur þeirra Þórólfs og Eiríks konungs enn spaugilegri: En er þeir hittust, bar Þórólfr Eiríki kveðju Skalla-Gríms ok sagði, at hann hafði þakksamliga tekit sending konungs, bar fram síðan langskipssegl gott, er hann sagði, at Skalla-Grímr hefði sent konungi. AUir kannast við þá tilhneigingu gamansamra manna að segja oft sömu söguna. Og líði ekki hæfilega langt á milli, getur gaman þeirra misst marks eða iþeir orðið dáJítið seinheppnir, eins og það er kallað. Ég minnist eins dæmis af þessu tagi í Egils sögu, og skulum vér líta á það. Vér verðum þá fyrst að rifja upp frásögnina af því, er Þorgerður brák, ambátt Skalla-Gríms, skarst í leik þeirra feðganna og barg með því Agli, þótt það kostaði hana sjálfa lífið. Þat var eitt sinn um vetrinn, er á leið, at knattleikr var at Borg suðr í Sand- vík. Þá váru þeir Þórðr í móti Skalla-Grími í leiknum, ok mæddist hann fyrir þeim, og gekk þeim léttara. En um kveldit eftir sólarfall þá tók þeim Agli verr at ganga. Gerðist Grímr þá svá sterkr, at hann greip Þórð upp ok keyrði niðr svá hart, at hann lamðist allr, ok fekk hann þegar bana. Síðan greip hann til Egils. Þorgerðr brák hét ambátt Skalla-Gríms. Hon hafði fóstrat Egil í barnæsku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.