Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 136

Andvari - 01.01.1979, Page 136
134 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI nóttina. Veðr var drífanda. Eftir um daginn fór Atti at leita skíðsleða síns ok fann aldrigi síðan ok fór heim við svá búit. Slík eru mín tíðendi, herra.“ Emundur er ekki kunnur af eldri heimildum en verkum Snorra, og enginn veit, hvaðan honum hefur komið efnið í þessa gamansögu. En kjarni hennar er sú sikemmtun, sem Snorri hefur af því haft að skoða grannt þetta lida og spaugilega dýr, íkornann, er honum hefur verið nýjung í að sjá, þegar hann kom fyrst til Norðurlanda. Og ekki gat hann látið Emund byrja betur söguna en hann gerði, því að fyrsta orðið verður eins og lykill að henni allri: „Smá ein tíðendi eru með oss Gautum. En þat þykkir oss nýnæmi" o. s. frv. Þegar þess er gætt, að Snorri styðst í Ólafs sögu mjög við kveðskap Sig- hvats skálds Þórðarsonar og hve létt er víða yfir honum, mætti æda, að Snorri hrygði þar einnig á leik. En hann lætur vísur Sighvats tíðast tala sínu máli, blandar sér þar ekki ýkja mikið í. Afar skemmtilegt er þó, hvernig hann lýsir fyrsta fundi Sighvats skálds og Ölafs konungs, í 43. kapítula sög- unnar. Þórður 'faðir Sighvats var þá með konungi í Þrándheimi, og dvelst Sig hvatur urn hríð með föður sínum. „Sighvatr var snimma skáld gott,“ segir Snorri. Hann hafði ort kvæði um Ólaf konung ok bauð konungi at hlýða. Konungr segir, at hann vill ekki yrkja láta um sik, segir, at hann kann ekki at heyra skáldskap. Þá kvað Sighvatr: Hlýð mínum brag, meiðir myrkblás, þvít kannk yrkja, alltiginn, máttn eiga eitt skald, drasils tjalda. Þótt öllungis allra, allvaldr, lofi skalda, þér fæk hróðrs at hváru hlít, annarra nítið. Konungur, sem raunar var gott skáld sjálfur, þykist ekki kunna að heyra skáldskap og kyndir þannig undir hinu íslenzka skáldi, sem er ekki í neinum vafa um, að það kunni að yrkja, enda neyðir Sighvatur konung til að hlýða brag sínum og vinnur hug hans þegar í öndverðu. Annað dæmi og nýstárlegt, þar sem ein vísa Sighvats verður Snorra efni- viður í bráðskemmtilega samlíkingu, er eftirfarandi frásögn 83. kapítula, er h'st hefur verið flótta Hræreks konungs og 'falli tveggja hirðmanna úti fyrir herbergi hans á náttarþeli. Sighvatr skáld svaf í herbergi Ólafs konungs. Hann stóð upp um nótdna ok skósveinn hans með honum ok gengu út til ins mikla salernis. En er þeir skyldu aftr ganga ok ofan fyrir riðit, þá skriðnaði Sighvatr ok féll á kné ok stakk niðr höndunum, ok var þar vátt undir [af blóði hinna vegnu hirðmanna]. Hann mælti:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.