Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1979, Page 143

Andvari - 01.01.1979, Page 143
andvari GAMANSEMI SNOREA STURLUSONAR 141 komu þau tíðindi sunnan úr landi, að synir Eiríks blóðaxar væru komnir t'rá Danmörku og færu með hernaði. Tókust þá sættir með Hákoni konungi og Þrændum, og snerust þeir sem einn maður til varnar gegn Eiríkssonum. Þeim átökum linnti ekki fyrr en með falli Hákonar konungs í orustu á Fitjum. Segir svo frá andláti konungs á 32. kap. sögu hans: Hákon konungr gekk út á skeið sína, lét þá binda sár sitt, en þar rann blóð svá mjök, at eigi fekk stöðvat. Ok er á leið dag, þá ómætti konung. Sagði hann þá, at hann vill fara norðr á Alreksstaði til bús síns. En er þeir kómu norðr at Hákonarhellu, þá lögðu þeir þar at. Var þá konungr nær lífláti. Kallaði hann þá á vini sína ok segir þeim skipan þá, er hann vill hafa á um ríkit. Hann átti dóttur eina barna, er Þóra hét, en engan son. Hann bað þá senda þau orð Eiríkssonum, at þeir skyldu konungar vera yfir landi, en hann bað af þeim virkða vinum sínum ok frændum. „En þótt mér verði lífs auðit,“ segir hann, ,,þá mun ek af landi fara ok til kristinna manna ok bæta þat, er ek hefi brotit við guð, en ef ek dey hér í heiðni, þá veiti mér gröft þann, er yðr sýnist.“ Ok litlu síðar andaðist Hákon konungr þar á hellunni, sem hann hafði fæddr verit. Þess varð því að bíða enn um hríð, að Norðmenn tæki kristni, svo að hrifi, eða komu Olafs konungs Tryggvasonar. Haraldur Danakonungur Gormsson gerði eina tilraun til að kristna Norð- menn, og segir kostulega frá henni í 27. kap. Ólafs sögu Tryggvasonar. En Ótta keisari af Saxlandi og Poppó biskup hans höfðu þá í herferð til Danmerkur knúið Harald til að láta skírast. Síðan segir svo í fyrrnefndum 'kapítula: Haraldr konungr hafði áðr orð send Hákoni jarli, þá er konungr sat í Mársey, at jarl skyldi korna til liðveizlu við hann. Var jarl þá kominn til eyjarinnar, er konungr hafði skírast látit. Sendir þá konungr orð, at jarl skyldi koma til fundar við hann. En er þeir hittast, þá nauðgar konungr jarli til að láta skírast; var þá Hákon jarl skírðr ok þeir menn allir, er þar fylgðu honum. Fekk þá konungr í hendr honum presta ok aðra lærða menn ok segir, at jarl skal láta skíra allt lið í Noregi; skilðust þeir þá. Ferr Hákon jarl út til hafs og bíðr þar byrjar. En er veðr þat komr, er honum þótti sem hann myndi í haf bera, þá skaut hann á land upp öllum lærðum mönnum, en hann sigldi þá út á haf, en veðr gekk til útsuðrs ok vestrs. Siglir jarl þá austr í gögnum Eyrarsund. Herjar hann þá á hvárttveggja land. Síðan siglir hann austr fyrir Skáneyjarsíðu ok herjaði þar ok hvar sem hann kom við land. En er hann kom austr fyrir Gautasker, þá lagði hann at landi. Gerði hann þá blót mikit. Þá kómu þar fljúgandi hrafnar tveir ok gullu hátt. Þá þykkist jarl vita, at Óðinn hefir þegit blótit ok þá mun jarl hafa dagráð til at berjast. Þessi frásögn af Hákoni jarli, þá er hann skaut á land upp öllum lærðum tnönnum, minnir ögn á viðbrögð Eiríks rauða við presti þeim, er Ólafur kon- ungur Tryggvason sendi til Grænlands með Leifi Eiríkssyni. En 96. kap. sög- unnar er á þessa leið: Ólafr konungr sendi ok þat sama ár Leif Eiríksson til Grænlands at boða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.