Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 21

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 21
ANDVARI HANNIBAL VALDIMARSSON 19 fáni þeirra, Dannebrog, kom svífandi niður af himni þegar Valdimar konungur átti í orustu í Eistlandi árið 1219. Tveim dögum síðar, á þjóðhátíðardag íslendinga, var upplitið ekki eins bjart á okkar manni. Hann gekk í kennslumálaráðuneytið og fékk þar þau svör að hann fengi enga undanþágu til skólavistar á kennaraskóla ríkisins því búið væri að herða inntökuskilyrðin. Best væri fyrir hann að sækja um í aðra kennaraskóla sem reknir voru af einkaaðilum. Eftir að hafa kannað þann möguleika og komist að því að hann var ókleifur vegna kostnaðar, hélt Hannibal til Jonstrup kennaraskólans, utan við Kaup- mannahöfn, í von um að síðasta hálmstráið héldi. Jonstrup Statsseminarium, kennaraskóli danska ríkisins, rakti sögu sína allt aftur til tíma einveldis og upplýsingar árið 1791.9 Snemma á 19. öld hafði skólinn verið fluttur úr sollinum í Kaupmannahöfn til Jonstrup í Værlpse, rétt utan við borgina. í fögru umhverfi Sjálands, víðu dalverpi, umkringdar skógarbelti með stöðuvatn að baki, stóðu reisulegar og fomlegar byggingar skólans. Þar réð húsum Stig Breds- trup, rektor skólans, íhaldsmaður af gamla skólanum, mikilúðlegur og gildur á velli. Hannibal náði fundi hans heitan, sólríkan sumardag og bar upp fyrir hann erindi sín. Bredstrup tók honum vel og ákvað að hann skyldi taka inntökuprófin sem hæfust eftir viku og sjá til hvort honum tækist ekki að komast inn í skólann. í hönd fór vika lestrar og kvíða. Prófað var í dönskum stíl, skrift, stærðfræði, sögu, landafræði, grasafræði og dýrafræði. Eftir hvern dag var tilkynnt um þá sem hefðu fallið. Þannig fækkaði í hópnum dag frá degi úr 50 í 30. A hverjum degi bjóst Hannibal við fallinu en að lokum varð Ijóst að hann var meðal hinna hólpnu. Síðar læddist sú hugsun að Hannibal, að Breds- trup rektor hafi vegna aðstæðna hans og bréflegra ráðlegginga, bjargað honum að landi úr prófunum. Bæði vegna þess hvernig ráðuneytið afgreiddi hans mál og kannski ekki síður af því að Nina Bang, ráðherr- ann sem stóð í vegi fyrir að ráðleggingar hans til íslensks námsmanns næðu fram að ganga, var bæði kona og sósíaldemokrat!10 Ekki er vitað til þess að Hannibal hafi haft bein afskipti af stjóm- málum þegar hann fór til náms í Danmörku eða á meðan hann dvaldi þar. Lífsbarátta foreldra hans, kynni af vinnu til sjós og lands á unglingsárum og árin á ísafirði og Akureyri hafa áreiðanlega átt þátt í mótun lífsskoðana hans. A málfundum nemenda Gagnfræðaskólans á Akureyri tók hann þátt í umræðum, en mun ekki hafa aðhyllst einn flokk umfram annan. Á ísafirði og Akureyri hefur Hannibal kynnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.