Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 65
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
63
nafna síns fyrrum flokksformanns og jafnmikill hatursmaður komm-
únista þegar hér var komið sögu.90 Fjárhagsvandræði flokksins og
Alþýðublaðsins ollu Hannibal miklum vandræðum og álagi næstu
misserin og stóðu flokknum mjög fyrir þrifum í aðdraganda alþingis-
kosninga sumarið 1953.
Kosningamar urðu prófsteinn á nýja forystu flokksins. Atök voru
áfram undir niðri í flokknum og komu meðal annars í ljós þegar mið-
stjórn hafnaði þeirri málaleitan að hafa Stefán Jóhann Stefánsson áfram
efstan á röðuðum landslista, sem tryggt hafði honum þingsæti, þótt
hann væri í framboði í vonlitlu kjördæmi úti á landi.91 Flokkurinn var í
stjómarandstöðu ásamt sósíalistum og forystumenn hans höfðu ásamt
þeim leitt til lykta víðtækt verkfall á vegum verkalýðsfélaganna haustið
1952. Ásýnd flokksins var róttækari og yngra fólk meira áberandi í
framboði en áður. Þetta dugði ekki til. Hluti skýringarinnar var að Þjóð-
varnarflokkurinn bauð nú fram til Alþingis með svipaðar áherslur og
náði inn tveim mönnum. Sósíalistar töpuðu tveim. Alþýðuflokkurinn
fékk 15,6% atkvæða og sex þingmenn, hálfu prósenti og einum þing-
manni minna en sósíalistar. Þó að Alþýðuflokkurinn missti þannig einn
þingmann, hafði munurinn á honum og Sósíalistaflokknum aldrei verið
minni. Það var afturámóti áfall fyrir Hannibal að missa þingsæti Isa-
fjarðar til sjálfstæðismanna, jafnvel þótt hann næði kjöri sem uppbótar-
niaður. Árangurinn var ekki glæsilegur og ljóst að næstu ár yrðu enginn
úans á rósum. Ríkisstjóm Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hélt áfram
eftir kosningar þótt framsóknarmenn hefðu tapað nokkru fylgi.
Ritstjórn Hannibals á Alþýðublaðinu varð andstæðingum hans innan
flokksins tilefni til gagnsóknar sumarið 1954. Við sveitarstjómarkosn-
mgar í ársbyrjun hafði Alþýðuflokkurinn tapað nokkru fylgi miðað við
kosningar fjórum árum áður, en tala bæjarfulltrúa stóð víðast hvar í
stað.92 Kosningamar í Kópavogi urðu hinar sögulegustu. Þar buðu
alþýðuflokksmenn fram sérstakan lista og munaði aðeins einu atkvæði
að hann næði einum fulltrúa. Hinsvegar var svo mikið um útstrikanir á
ústanum að fjórði maður hans hefði fellt efsta manninn, Guðmund G.
Hagalín, ef listinn hefði fengið mann kjörinn. í ljós kom að „hægri
klíkan“ í flokknum, eins og stuðningsmenn Stefáns Jóhanns voru
stundum nefndir, hafði staðið fyrir breytingum á listanum og fengið
újálp velstæðra flokksmanna úr Reykjavík við að flytja stuðningsmenn
sma á kjörstað í bifreiðum. Vegna galla við framkvæmd kosningar-
mnar í Kópavogi varð að kjósa aftur um vorið og klofnaði þá flokks-