Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
Kaupfélags Þingeyinga 1882. Þessi hreyfing, til orðin sem samtök bænda um
afurðasölu, setti mikinn svip á íslenskt samfélag á öldinni sem leið, einkum
á landsbyggðinni. Samvinnuformið stendur mitt á milli opinbers rekstrar og
einkarekstrar. Samvinnufélög eru frjáls samtök einstaklinga. Kaupfélögin
sem mynduð voru um flestar byggðir landsins voru tæki fólks til að halda
uppi hagsæld í hverju byggðarlagi. Rekstur þeirra byggðist á þeim grundvelli
að arðurinn yrði eftir í byggðinni en hyrfi ekki annað eins og gerist tíðum í
einkafyrirtækjum. Þannig voru kaupfélögin kjölfesta í hverju héraði. Þessi
hugsunarháttur fór halloka og með honum samvinnuhreyfingin. Til þess
liggja ýmsar samfélagslegar ástæður, einkum hin mikla fólksfækkun á lands-
byggðinni og að sama skapi þungur straumur fólks á suðvesturhomið uns
ísland er nú orðið nánast borgríki. En meginorsökin er breyttur hugsunar-
háttur þar sem einkahyggja magnaðist á kostnað félagshyggju og samtaka.
Hin félagslegu sjónarmið sem samvinnuhreyfingin byggir á töldust
ósamrýmanleg lögmáli hagkvæmninnar sem spyr um hagnaðinn einan.
Landið er þannig orðið eitt markaðssvæði. Og því urðu kaupfélögin að
bregðast við. Sá sem ólst upp norður í landi við það að Kaupfélag Eyfirðinga
væri til þess eins rekið að þjóna Eyfirðingum, lifði það á miðjum aldri að
KEA opnaði verslun í Mjóddinni í Reykjavík. Nýjustu fréttir að norðan, um
það bil sem þessi pistill fer í prentsmiðju, eru svo þær að KEA hafi hætt
verslunarrekstri við Eyjafjörð og Kaupfélag Suðumesja tekið við honum!
í nýrri bók, Samvinnuhreyfingin í sögu Islands, er að finna athyglisverð
erindi sem flutt voru í október 2002 til að minnast aldarafmælis Sambands-
ins. Að því fundahaldi og útgáfu í framhaldi þess stóðu Áhugahópur um sam-
vinnusögu og Sögufélag. Aðalfyrirlesari var Helgi Skúli Kjartansson sagn-
fræðingur, sem sérstaklega hefur rannsakað sögu samvinnuhreyfingarinnar.
Aðrir sem eiga efni í bókinni eru tveir fyrrverandi rektorar Samvinnuháskól-
ans, Jónas Guðmundsson og Jón Sigurðsson, sem fjölluðu um fall Sam-
bandsins og framtíð samvinnurekstrar á nýrri öld. Allt er þetta fróðlegt að
lesa og íhugunarvert. í síðasta fyrirlestri sínum ræddi Helgi Skúli um sam-
vinnuhreyfinguna og samkeppnina og lýsti hinni nýju stöðu sem upp er
komin á síðustu árum. Hann rifjaði upp þann atburð þegar Alþingi samþykkti
EES-samninginn fyrir áratug, „...vissulega ekki einum rómi, en í allri þeirri
orrahríð fór ekkert fyrir áhyggjum af því að með því að binda sig við við-
skiptareglur Evrópusambandsins væri Island endanlega að afsala sér rétt-
inum til að velja aðra braut en markaðshagkerfið. Annar kostur var ekki
lengur á dagskrá og hefur ekki verið síðan.
En þessi eini kostur, líkamnaður í samkeppnisreglum Evrópusambandsins,
hann felur ekki í sér neina bláeyga bjartsýni á það að frelsi og framtak færi
blessun samkeppninnar sjálfkrafa yfir lönd og lýði. Nei, í stað ríkisbáknsins,
sem ekki reyndist nógu lunkið við að gera hlutina sjálft, og ekki nógu farsælt