Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 55
andvari
HANNIBAL VALDIMARSSON
53
samvinnufélög, fríkirkjur og verkalýðsfélög. Njörður kom út árin
1915-1920. Varð þá nokkurt hlé á blaðaútgáfu þar til Skutull birtist í
júlí 1923 og mánuði síðar kom Vesturland út í fyrsta sinn.
Skutull, málgagn jafnaðarmanna og Vesturland, málgagn íhalds-
flokksins og síðar Sjálfstæðisflokksins komu út að jafnaði vikulega
næstu ár og áratugi. Blöðin báru fréttir af bæjarlífinu á ísafirði og úr
nágrannabyggðum, birtu greinar um menningar- og framfaramál og
margvísleg áhugamál aðstandenda og lesenda. Fyrirferðarmest var
samt stjórnmálaumræðan. Það gustaði á milli blaðanna og ritstjóramir
voru ósparir á köpuryrði og meinbægni hver í annars garð. Mátti ekki
á milli sjá hvort blaðanna væri illskeyttara þegar kom að stjómmála-
skrifum.
Hannibal sómdi sér vel á bekk með Finni Jónssyni og Vilmundi
Jónssyni, sem mest höfðu skrifað í Skutul með séra Guðmundi fyrstu
árin. Árin 1931-1935 var Finnur Jónsson ábyrgðarmaður blaðsins
meðfram forsetaembætti Alþýðusambands Vestfirðingafjórðungs, en
Hannibal og Guðmundur G. Hagalín voru áberandi á síðum blaðsins.
f*egar Hannibal tók við af Finni sem forseti ASV í mars 1935 tók hann
jafnframt við sem ritstjóri og ábyrgðarmaður Skutuls.72 Blaðið hafði þá
nýlega verið stækkað í broti upp í þá stærð sem við þekkjum af dag-
blöðum. Næstu fjögur ár ritstýrði Hannibal Skutli í sókn og vöm fyrir
Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna og dró ekki af sér. Blaðið
k°rn út milli fjörutíu og fimmtíu sinnum á ári, fjórar síður í hvert sinn.
Pyrir kosningar kom blaðið jafnvel út tvisvar í viku, en lengra var á
ntilli blaða á sumrin eða þegar ritstjórinn brá sér af bæ.
, Haustið 1938 þegar Hannibal varð skólastjóri Gagnfræðaskólans á
Isafirði fannst krötunum rétt að hann drægi sig út úr fremstu skotlínu í
hinni pólitísku baráttu. Um áramótin 1939 tók Guðmundur G. Hagalín
yið ritstjóm blaðsins „og stóð mest í eldinum, en Hannibal fór sér hægt
1 bili,“ eins og skáldið orðaði það í minningum sínum.73 Ekki fór
Hannibal í neitt þagnarbindindi þó þessi hrókering ætti sér stað. Hann
Var áfram forseti ASV og bæjarfulltrúi á ísafirði og jafnframt einn
atkvæðamesti áróðursmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum.
Árið 1943 tók Hannibal aftur við ritstjórn Skutuls af Guðmundi G.
Hagalín. Tók nú við einn merkasti kaflinn í sögu vikublaðsins Skutuls
a Isafirði. Hannibal stækkaði blaðið og skrifaði af miklum krafti um
Verkalýðsmál og stjómmál sem aldrei fyrr. Mesta athygli vakti einörð
afstaða hans í skilnaðarmálinu við Dani.